Hlýr júní

Þegar litið er á landið í heild var þetta hlýr júní. Meðalhiti í byggðum landsins reiknast 9,4 stig, +0,8 stigum ofan meðallags áranna 1991 til 2020 og +0,5 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Samkeppnin á þessari öld er þó hörð - flestallir júnímánuðir eftir aldamót hafa verið hlýir. 

w-blogg010720b

Hitanum hefur þó aðeins verið misskipt. Um landið norðaustan- og austanvert er mánuðurinn í 6.hlýjasta sæti á öldinni, en suðvestanlands hefur verið tiltölulega svalara, hiti í 12.hlýjasta sæti. 

w-blogg010720a

Hér má sjá að sé litið til enn lengri tíma eru ekki mjög margir júnímánuðir hlýrri en þessi og að júnímánuðir hafa almennt verið mjög hlýir á þessari öld, helst að stuttur tími frá því um 1932 til 1941 hafi verið sambærilegur. Lengi máttum við þreyja kalda júnímánuði upp á hvert einasta ár, áratugum saman. Á þessari öld eru 2011 og 2015 þeir nokkuð eimana sem kaldir - og 2001 reyndar líka. Víð bíðum svo uppgjörs Veðurstofunnar varðandi hita,úrkomu og sólskinsstundir á einstökum stöðvum.

Línurit eins og þetta segir ekkert um framtíðina. Rétt að taka fram að við tökum ekki allt of mikið mark á landsmeðaltölum fyrir 1875 (gráa svæðið). 


Bloggfærslur 30. júní 2020

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg130925-ak-a
  • w-blogg130925a
  • w-blogg130925b
  • Slide8
  • Slide7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 79
  • Sl. sólarhring: 246
  • Sl. viku: 1825
  • Frá upphafi: 2498536

Annað

  • Innlit í dag: 73
  • Innlit sl. viku: 1654
  • Gestir í dag: 71
  • IP-tölur í dag: 70

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband