Háloftin í maí

Vestanáttin í háloftunum var með öflugra móti í mánuðinum - en að öðru leyti var flest nærri meðallagi við landið.

w-blogg020620ia

Heildregnar línur sýna meðalhæð 500 hPa-flatarins (eins og evrópureiknimiðstöðin greinir hana), en vik eru sýnd með litum - jákvæð vik rauðbrún en neikvæð eru blá. Við tökum eftir býsna miklu jákvæðu viki yfir Bretlandseyjum - enda var þar mjög sólríkt og hlýtt lengst af, en Skandinavía - sérstaklega austurhluti hennar var í viðvarandi svalri norðvestlægri átt. 

Eins og fram hefur komið hér á hungurdiskum var hiti hér á landi ekki fjarri meðallagi - úrkoma var í rétt rúmu meðallagi um landið vestanvert - hefði mátt búast við meiri úrkomu vegna þess hvað vestanáttin var eindregin, en kannski hefur viðvarandi hæðarsveigja haldið henni í skefjum (eða þannig). Alla vega komu nokkuð margir miklir sólardagar þegar niðurstreymis austan Grænlands naut. Mjög þurrt var víða norðaustanlands - og mánuðurinn þar meðal þurrustu maímánaða á öldinni. En þegar litið er til lengri tíma má þó finna talsvert þurrari. 


Bloggfærslur 2. júní 2020

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 45
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 443
  • Frá upphafi: 2343356

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 397
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband