Óvenjudjúp lægð við Svalbarða

Nú er óvenjudjúp lægð við Svalbarða. Evrópureiknimiðstöðin segir þrýsting í lægðarmiðju vera um 958 hPa. Þetta er ekki algengt í maí. Lágþrýstimet maímánaðar hér á landi er 967,3 hPa, sett á Stórhöfða í Vestmannaeyjum þann 13. árið 1956. 

w-blogg130520a

Að auki er mikil hæð yfir „vestanverðu“ Norðuríshafi, 1042 hPa - ekki nærri því eins sjaldséð og lægðarþrýstingurinn - en samt. Lægðin grynnist á morgun og hreyfist til vesturs og síðar suðvesturs. Norðvestanvinds frá henni á að verða vart við Norðausturland á fimmtudagskvöld eða föstudag - en verður ekki sérlega mikill. 


Bloggfærslur 13. maí 2020

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg300625a
  • w-blogg280625a
  • w-blogg270625a
  • Slide11
  • Slide13

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 146
  • Sl. sólarhring: 505
  • Sl. viku: 2770
  • Frá upphafi: 2481141

Annað

  • Innlit í dag: 133
  • Innlit sl. viku: 2425
  • Gestir í dag: 126
  • IP-tölur í dag: 126

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband