Fyrstu 20 dagar marsmánaðar

Tuttugu marsdagar. Rétt að taka fram í upphafi að vegna tölvubilunar á Veðurstofunni vantar enn slatta af athugunum í gagnagrunn Veðurstofunnar - þar á meðal nokkrar athuganir í Reykjavík. Tölur eru því ónákvæmari en vant er í uppgjöri hungurdiska.

Meðalhiti fyrstu 20 daga mánaðarins í Reykjavík er -0,6 stig, -1,4 stigum neðan meðallags 1991 til 2020, en -1,9 neðan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn er í 18. hlýjasta sæti (af 20) á öldinni. Hlýjastir voru sömu dagar 2004, meðalhiti þá +5,2 stig, en kaldastir voru þeir 2011, meðalhiti -1,4 stig. Á langa listanum er hitinn nú í 90. sæti (af 146). Hlýjastir voru sömu dagar árið 1964, meðalhiti þá +6,4 stig, kaldastir voru þessir dagar 1891, meðalhiti -5,8 stig.

Meðalhiti á Akureyri er nú -2,4 stig, -1,9 stigi neðan meðallags áranna 1991 til 2020, en -2,4 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára.

Svalt hefur verið um land allt, á spásvæðum raðast hitinn í 2. til 4.lægsta sæti á öldinni.

Miðað við síðustu tíu ár er vikið minnst á Ingólfshöfða og í Surtsey, -1,2 stig, en mest -3,4 stig á Brú á Jökuldal og í Þykkvabæ.

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 38,7 mm og er það nokkuð minna en í meðallagi. Á Akureyri hefur hún hins vegar mælst 50,9 mm sem er um 50 prósent umfram meðallag.

Sólskinsstundir haf mælst 79,5 og er það í ríflegu meðallagi.

Loftþrýstingur hefur verið lágur, en er þó langt frá meti.


Bloggfærslur 21. mars 2020

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2020
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (4.8.): 38
 • Sl. sólarhring: 149
 • Sl. viku: 1762
 • Frá upphafi: 1950539

Annað

 • Innlit í dag: 34
 • Innlit sl. viku: 1533
 • Gestir í dag: 34
 • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband