Fyrri hluti marsmánaðar

Fyrri hluti marsmánaðar var kaldur miðað við það sem verið hefur á þessari öld. Meðalhiti í Reykjavík er -0,9 stig, -1,5 stigi neðan við meðaltal 1991 til 2020, en -2,2 neðan meðallags síðustu tíu ára - og hitinn þar með í 19.hlýjasta sæti (af 20) á öldinni. Kaldastir voru sömu dagar árið 2002, meðalhiti -1,1 stig, en (lang) hlýjastir voru þeir 2004, meðalhiti +6,0 stig. Á langa listanum er meðalhiti nú í 93.sæti (af 145). Hlýjast var 1964, meðalhiti +6,6 stig, en kaldast 1891, meðalhiti -7,7 stig.

Á Akureyri er meðalhiti fyrstu 15 daga marsmánaðar -3,2 stig, -2,7 stigum neðan meðallags 1991 til 2020, en -3,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára og í 68. sæti á lista sem nær til 85 ára.

Þetta er kaldasta marsbyrjun á öldinni við Faxaflóa og á Miðhálendinu og sú næstkaldasta eða þriðjakaldasta á öðrum spásvæðum. Miðað við síðustu tíu ár er neikvæða vikið minnst í Surtsey og á Stórhöfða, -1,4 stig, en mest á Brú á Jökuldal, -4,0 stig. 

Nokkur marslágmarkshitamet hafa fallið - athyglisverðast kannski fall meta á nokkrum stöðvum á Suðurlandi, t.d. í Þykkvabæ (athugað frá 1996), í Skálholti (athugað frá 1998), við Gullfoss, í Árnesi og á Kálfhóli. Sömuleiðis féll staðarmet við Setur (1997). Frostið þar mældist -28,3 stig sem er lægsti hiti ársins á landinu til þessa (en óstaðfest).

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 7,9 mm það sem af er mánuði og er það innan við fimmtungur meðalúrkomu - hefur 8 sinnum mælst minni (121 ár). Úrkoma á Akureyri hefur mælst 47,5 mm, nærri því tvöföld meðalúrkoma.

Sólskinsstundir hafa mælst 61,0 í Reykjavík, það er í ríflegu meðallagi. Loftþrýstingur er enn lágur, en er þó fjarri meti. Enn er gert ráð fyrir órólegri tíð.


Bloggfærslur 16. mars 2020

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2020
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (12.8.): 673
 • Sl. sólarhring: 735
 • Sl. viku: 2781
 • Frá upphafi: 1953607

Annað

 • Innlit í dag: 617
 • Innlit sl. viku: 2447
 • Gestir í dag: 597
 • IP-tölur í dag: 572

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband