Smáatriđi í stórgerđu veđurkerfi.

Risastórt láţrýstisvćđi ríkir nú á Atlantshafi. Verst er veđriđ á suđurjađri ţess eins og rćtt hefur veriđ um í fréttum frá meginlandinu í dag (sunnudag 9.febrúar). Viđ erum hins vegar inni í kalda loftinu (ámóta ţví sem ritstjóri hungurdiska kallađi einhvern tíma meltu Stóra-Bola). Atlantshafiđ hefur séđ til ţess ađ heimskautaloftiđ vestrćna er ekki svo mjög kalt (eđa ţannig).

Myndin hér ađ neđan er af vef Veđurstofunnar nú í kvöld.

w-blogg090220a

Á henni má sjá mikinn lćgđasveip fyrir norđaustan land. Ţó ţessi lćgđ sé ekki mjög fyrirferđarmikil og ekki heldur sérlega kröpp er hún samt mjög djúp og óţverraveđur er á belti í suđvestur- og vesturjađri hennar. Lćgđin á ađ fara suđur um landiđ austanvert í dag, jafnframt ţví sem hún grynnist. Spár hafa ekki veriđ sérlega sammála um braut hennar - um tíma átti hún ađ fara yfir landiđ vestanvert - en nú er veđjađ á Austurland. Fyrir sunnan land er éljagarđur. Hann var talsvert gerđarlegri fyrr í dag - en hefur hörfađ eftir ţví sem hringrás lćgđarinnar fyrir norđan hefur nálgast. Yfir Fćreyjum er norđvesturjađar illviđrislćgđar ţeirrar sem í dag hefur veriđ ađ angra nágranna okkar og kölluđ hefur veriđ ýmsum nöfnum. Vindur og fleira hefur veriđ til ama á Englandi og austur á meginlandiđ, en norđmenn eru órólegastir yfir sjávarstöđunni.

w-blogg090220b

Kortiđ sýnir sjávarmálsţrýsting (heildregnar línur) kl.21 í kvöld og ţrýstibreytingu síđastliđnar ţrjár klukkustundir. Lćgđin fyrir norđan er út af fyrir sig ekki mjög fyrirferđarmikil - en ţrýstingur í lćgđarmiđju er um 942 hPa - ţađ er nokkuđ óvenjulegt, hin lćgđin er viđ Noregsströnd, ámóta djúp - og sú ţriđja, tengd éljagarđinum áđurnefnda er fyrir sunnan land. Allar ţessar lćgđir eru hluti af risastóru kerfi - sem ađ hluta til er leifar lćgđar sem var á Grćnlandshafi í gćrmorgun, ţá 929 hPa í miđju. Telst sérlega óvenjuleg tala í febrúar - ţó mun algengari á Grćnlandshafi og fyrir sunnan land heldur en austan Fćreyja og í norđurhöfum. 

w-blogg090220c

Viđ höfum líka fengiđ ađ heyra í fréttum af gríđarmiklum vindstreng í háloftunum. Hann liggur um Atlantshafiđ ţvert og vindhrađi nćr um 360 km/klst í rastarmiđju. Kortiđ sýnir hćđ 300 hPa-flatarins og vind í honum, vindhrađi er litađur í röstinni. Flugvélar fara á methrađa austur um haf frá Bandaríkjunum til Evrópu, en verđa ađ taka á sig allstóran sveig til norđurs á vesturleiđinni. Viđ sjáum ađ lćgđin fyrir norđaustan land nćr alveg upp í 300 hPa. Flöturinn liggur mjög neđarlega - ekkert óskaplega langt frá febrúarmeti, en nćr ţví ţó ekki alveg.

w-blogg090220d

Lćgđin nćr reyndar líka upp í 100 hPa, í um 15 km hćđ. Litirnir á ţessu korti sýna hita. Ţó vindur sé mikill fyrir sunnan land er hann samt ekki alveg jafnstríđur og neđar, hér erum viđ vel ofan veđrahvarfa. Langhlýjast er hér yfir Kanada. Líklega stafar ţađ af niđurstreymi sem verđur ţegar röstin (neđar) grípur loft og eykur hrađa ţess - og veldur niđurdrćtti - og ţar međ hćkkar hiti. 

En hćđ 100 hPa-flatarins í lćgđarmiđju er ekki nema 14850 metrar, ađeins neđar en febrúarmetiđ í Keflavík. Ţađ er 14920 metrar - örlítiđ lćgra en sést yfir Keflavík á ţessu spákorti (sem gildir kl.6 í fyrramáliđ - mánudag 10.febrúar). Metiđ var sett 4.febrúar 2011 - í furđulíkri stöđu og nú - nema ađ éljabakki náđi ţá alveg inn á land og talsvert snjóađi - en vindskađar urđu líka í Evrópu. 

Áfram er spáđ mjög stórgerđu veđurlagi - en reiknimiđstöđvar ađ vanda ekki alveg sammála um hvort viđ verđum fyrir ţví ađ ráđi eđa ekki. Flestir ţeir sem lesa ţennan pistil gera ţađ varla fyrr en lćgđin fyrir norđaustan land er gengin yfir - en samt rétt ađ minna á ađ varasamt veđur getur fylgt henni - sérstaklega ţar sem snjór er á jörđ.  


Bloggfćrslur 9. febrúar 2020

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (3.8.): 46
 • Sl. sólarhring: 143
 • Sl. viku: 1783
 • Frá upphafi: 1950402

Annađ

 • Innlit í dag: 42
 • Innlit sl. viku: 1554
 • Gestir í dag: 41
 • IP-tölur í dag: 40

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband