Íslenska sumarið 2020 (hiti)

Fyrsti vetrardagur er á morgun (24.október). Við lítum hér á hita sumarsins í Reykjavík og á Akureyri - síðustu 184 daga. Daglegur meðalhiti er ekki til á lager á Akureyri nema aftur til 1936 - þar hefur þó verið mælt linnulítið síðan 1881. Við eigum daglegan meðalhita í Reykjavík frá 1920 og slatta frá tímanum þar á undan. 

w-blogg231020a

Meðalhiti sumarmisserisins í ár í Reykjavík var 8,8 stig, nákvæmlega í meðallagi 1991 til 2020, en -0,2 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á myndinni sjáum við að hitinn í sumar var hærri en hann varð nokkru sinni á þrjátíu ára tímabilinu 1966 til 1995 - og hlýskeiðið sem byrjaði í kringum aldamót stendur greinilega enn. Hlýjast var í Reykjavík 2010 og ámóta hlýtt bæði 1939 og 1941. Kaldasta sumarmisseri sem við vitum um í Reykjavík var 1886, en á síðari áratugum 1979 og 1983. 

w-blogg231020

Meðalhiti nú á Akureyri var 8,5 stig, 0,1 stigi ofan meðallags síðustu 10 sumarmissera og 0,2 ofan meðallags 1991 til 2020. Á síðari árum varð hlýjast á Akureyri 2014, og hlýrra 1939. Reyndar varð enn hlýrra 1933 - en það er utan þessarar myndar. Kaldast var 1979 - rétt eins og í Reykjavík. Fáein hlý sumur komu á Akureyri á árum 30-árakuldans í Reykjavík, t.d. sker 1976 sig nokkuð úr - en á þessari öld hafa þó komið 5 hlýrri sumur en það á Akureyri. 

Ritstjóri hungurdiskar þakkar lesendum fyrir sumarið og óskar þeim ánægjulegs vetrar. 


Bloggfærslur 23. október 2020

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040524c
  • w-blogg040524b
  • w-blogg040524a
  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 66
  • Sl. sólarhring: 201
  • Sl. viku: 1152
  • Frá upphafi: 2352111

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 1047
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband