Hálfur október

Hálfur október. Meðalhiti í Reykjavík er 6,2 stig, +0,2 ofan meðallags áranna 1991 til 2020, en -0,4 stigum neðan meðallags sömu daga síðustu tíu árin. Hitinn raðast í 11 hlýjasta sæti (af 20) á öldinni. Hlýjastir voru þessir sömu dagar árið 2010, meðalhiti þá 9,5 stig, en kaldastir voru þeir 2005, meðalhiti 3,8 stig. Á langa listanum er hitinn nú í 44.sæti (af 145). Hlýjastir voru sömu dagar 1959, meðalhiti þá 10,2 stig, en kaldast var 1981,meðalhiti -0,7 stig.

Á Akureyri er meðalhiti nú 4,5 stig, -0,3 stigum neðan meðallags 1991 til 2020, en -1,1 stigi neðan meðallags síðustu tíu ára.

Að tiltölu hefur verið kaldast á Suðurlandi, hiti raðast þar í 15.hlýjasta sæti á öldinni, en hlýjast hefur verið á Vestfjörðum þar eru meðalhiti dagana 15 í 8.hlýjasta sæti aldarinnar.

Á einstökum veðurstöðvum hefur verið hlýjast að tiltölu á Gagnheiði, +1,7 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára en kaldast hefur verið á Hveravöllum þar sem hiti hefur verið -1,7 stigum neðan meðallags.

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 14,4 mm og er það innan við þriðjungur meðalúrkomu. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 50,5 mm og er það um 70 prósent umfram meðallag.

Sólskinsstundir hafa mælst 54 í Reykjavík og er það í ríflegu meðallagi.

Spár virðast gera ráð fyrir því að hiti verði fremur neðan meðallags heldur en ofan þess síðari hluta mánaðarins. 

 


Bloggfærslur 16. október 2020

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040524c
  • w-blogg040524b
  • w-blogg040524a
  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 160
  • Sl. viku: 1102
  • Frá upphafi: 2352061

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 1000
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband