Öflug hæð

Nú er öflug hæð fyrir austan land. Hún stíflar nokkuð framrás lægða og skilakerfa til austurs þannig að þau sveigja til suðausturs og gætu grafið þar um sig næstu daga - og smám saman unnið á hæðinni.

w-blogg121020a

Kortið sýnir hæð 500 hPa-flatarins og þykktina síðdegis á morgun (miðvikudaginn 13.október). Jafnhæðarlínur eru heildregnar - af þeim ráðum við vindátt og vindstefnu háloftanna. Þykktin er sýnd í lit. Hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Hæðin er 5780 metrar í miðju. Það er ekki met, en telst samt fremur óvenjulegt í október á þessum slóðum. Mjög hlýtt loft fylgir hæðinni - við sjáum að þykktin er meiri en 5520 metrar þar sem hún er mest (norðaustur af landinu). Allt landið er þakið meiri þykkt en 5460 metrum - heiðarlegt sumarástand. 

Hlýindin ná að minnsta kosti niður í fjallahæð. Spáð er meir en 10 stiga hita í 850 hPa-fletinum yfir Austurlandi síðdegis á morgun (yfir 20 stiga mættishita), og 13 stigum í 800 metra hæð við Austfjarðafjöll. Þetta er óvenjulegt í október. Vindur er hins vegar svo hægur á þessum slóðum að engin spá gerir ráð fyrir því að byggðir muni njóta þessa hita sérstaklega - að vísu fer hiti í meir en 10 stig sem telst nokkuð gott í október. En það er svosem aldrei að vita hvað gerist nærri háum fjöllum eystra. - Happdrættið er alla vega í fullum gangi - þó vinningslíkur séu litlar. 


Bloggfærslur 13. október 2020

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040524c
  • w-blogg040524b
  • w-blogg040524a
  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 72
  • Sl. sólarhring: 206
  • Sl. viku: 1158
  • Frá upphafi: 2352117

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 1053
  • Gestir í dag: 66
  • IP-tölur í dag: 66

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband