Smákuldapollafjöld

Svo virđist sem nú taki eitthvađ kaldara tímabil viđ í veđrinu. Fjöldi lítilla kuldapolla er á sveimi á stóru svćđi á Norđur-Atlantshafi og langt í mjög hlýtt loft.

w-blogg040819c

Ţeir sjást vel á korti sem sýnir mćttishita í veđrahvörfunum (mćldur í Kelvinstigum) síđdegis á morgun (spá evrópureiknimiđstöđvarinnar). Hann er ađ nokkru mćlikvarđi á ţađ hversu langt er frá 1000 hPa upp i veđrahvörfin. Ţví kaldara sem loftiđ er undir ţeim ţví lćgra liggja ţau. Örvarnar benda á köldu blettina - ţar sem veđrahvörfin liggja neđarlega. Raunar koma ađeins tveir ţeirra viđ sögu hér á landi í bili ađ minnsta kosti. Sá sem er fyrir vestan land er ađ fjarlćgjast - olli ekki miklu veđri hér á landi - en tók ţó frá okkur mesta hitann. 

Hinn kuldapollurinn sem skiptir okkur máli er sá stćrsti ţeirra. Er á kortinu norđaustur af Jan Mayen og ţokast nćstu daga í átt til okkar - og kemur međ mun kaldara loft međ sér heldur en ţađ sem viđ höfum notiđ upp á síđkastiđ. Langt er í mikil hlýindi. 


Fleiri sundurlausar júlítölur - (međalhámarkshiti og fleira)

Á dögunum huguđum viđ ađ hćsta međalhita júlímánađar - en í dag lítum viđ á hćsta međalhámarkshita mánađarins. Ţađ er ţannig fengiđ ađ reiknađ er međaltal hámarkshita alla daga hans. Lítiđ var um hámarksmćla á íslenskum veđurstöđvum fyrir 1925. Ađalástćđan er sú ađ ţeir brotna mun oftar en ađrir mćlar - ţađ ţarf ađ taka ţá út úr mćliskýlinu eftir hvern aflestur og slá ţá niđur - rétt eins og ţá hitamćla sem notađir voru til ađ mćla sótthita (og stöku mađur notar til ţess enn ţann dag í dag). Tíma tók ađ koma tilkynningum um mćlabrot til Danmerkur - og ađ senda nýjan mćli á stöđina í stađ ţess brotna.

Auk ţessa hefur veriđ nokkuđ hringl í gegnum árin međ ţađ sem kallađ er aflestrarhćttir - viđ höfum fjallađ um ţađ vandamál nokkrum sinnum hér á hungurdiskum. Tímarađir međalhámarksmćlinga eru ţví oftast bćđi gisnar auk ţess sem í ţeim eru alls konar brot og beyglur. - Ţó mćlir alţjóđaveđurfrćđistofnunin međ ţví ađ mánađarmeđalhiti skuli reiknađur sem međaltal međalhámarks- og međallágmarkshita - sem er svosem í lagi ef engar breytingar eru gerđar á lestrarháttum og nýir mćlar ćtíđ til stađar ţegar slys verđa. En - til viđbótar ţessu er hámarkshiti hvers dags „viđkvćmasti“ hiti dagsins - viđ höfum líka fjallađ um geislunarvandamál og ţess háttar í alllöngu máli hér á hungurdiskum. Sú er skođun (en bara skođun) ritstjóra hungurdiska ađ (smámunasamur) hámarkshitametingur sé ađallega (gott) skemmtiatriđi sem ekki megi taka allt of alvarlega. 

Ţađ sem hér fer á eftir er heldur ruglingsleg stađreyndahrúga - beđist er velvirđingar á framsetningu. 

Viđ reynum ađ spyrja hver sé hćsti međalhámarkshiti júlímánađar á landinu - en jafnframt sćttum viđ okkur viđ ţađ ađ svariđ sé kannski ekki mjög áreiđanlegt. 

Viđ flettum hćsta međalhámarkshita júlímánađar upp og fáum svariđ, 21,8 stig á Grímsstöđum á Fjöllum í júlí 1927. Nćsthćsta talan er frá Húsavík áriđ áđur, í júlí 1926 20,8 stig og ţriđja hćsta talan 19,7 stig á Ţorvaldsstöđum í Bakkafirđi - líka í júlí 1927. 

Tíđ var góđ á landinu í júlí 1927 - og sólin skein glatt norđaustanlands - kannski of glatt fyrir hámarkshitamćla og skýli. Ţó mćlarnir á Grímsstöđum og Ţorvaldsstöđum hafi alls ekki komiđ illa út í samanburđi viđ ađra mćla (í ísvatni) er afskaplega grunsamlegt - svo ekki sé meira sagt - hve mikill munur er á hámarkshita dagsins og hita sem mćldur var međ venjulegum mćli kl.15 (ađ okkar tíma). Yfir hásumariđ er ţessi munur venjulega ekki mörg stig. - En ţađ er óţćgilegt ađ sitja uppi međ međaltöl af ţessu tagi í fanginu. 

Hćstu međalhámarkstölur sem viđ sjáum síđar eru heldur lćgri. Í hitabylgjumánuđinum júlí 2008 var međalhámarkshiti á mönnuđu stöđinni í Hjarđarlandi í Biskupstungum 18,7 stig og 18,5 stig á sama stađ í júlí 1991.  Hćsta tala á sjálfvirku stöđvunum er frá Ţingvöllum 2008, 18,5 stig, og 18,4 í Hjarđarlandi sama ár (0,3 stigum lćgra en međaltal mönnuđu stöđvarinnar í sama mánuđi). Á vegagerđarstöđvunum er hćsti međalhámarkshitinn í Skálholti 17,4 stig - en „hámarkslestrarhćttir“ vegagerđarstöđvanna skila íviđ lćgri međalhámörkum heldur en hinar hefđbundnu sjálfvirku stöđvar gera (ţađ eru strangt tekiđ engar hámarksmćlingar á vegagerđarstöđvunum). Ritstjórinn hefur ekki reiknađ ţennan mun út (en hann eđa einhver annar ćtti kannski ađ gera ţađ). 

Hćsti hámarksmeđalhita í júlí í Reykjavík er 17,0 stig - í nýliđnum júlí. Hann var litlu lćgri 2010, 16,9 stig. Međallágmarkshiti í Reykjavík í júlí var 10,7 stig, var 10,8 stig í júlí 1991. 

Lćgsti međalhámarkshiti á veđurstöđ í byggđ í júlímánuđi er 6,8 stig. Ţannig var stađan í Grímsey 1879. Á fjöllum er lćgsta međalhámarkiđ 3,4 stig, reiknast á Gagnheiđi í júlí 2015.

Međallágmarkshitinn í Reykjavík 1991 er sá nćsthćsti sem vitađ er um á landinu, sá hćsti er frá Görđum í Stađarsveit í sama mánuđi, júlí 1991, 11,0 stig. Hann var jafnhár (11,0 stig) í Surtsey í júlí 2012. Á fyrri tíđ er hćsti međallágmarkshiti júlímánađar frá Lambavatni 1950, 10,7 stig. Í júlí (og ágúst) 2010 fór lágmarkshiti sólarhringsins aldrei niđur fyrir 10 stig í Surtsey í 33 daga í röđ [frá og međ 18.júlí til og međ 19.ágúst]. Trúlega lengsti samfelldi tími ofan 10 stiga á íslenskri veđurstöđ. 


Af tveimur reikniađferđum

Í pistli dagsins lítum viđ á nokkuđ skrýtiđ - hvađ ţađ er kemur ekki í ljós fyrr en aftast í pistlinum - eftir ţó nokkurn ţrautalestur. 

Hćgt er ađ reikna mánađarmeđalhita á ýmsa vegu. Íslenska og danska veđurstofan hafa ćtíđ notađ ađferđir sem byggja á athugunum á föstum athugunartímum (kannski sú danska sé hćtt ţví - ekki er ritstjórinn alveg viss). Ţessum ađferđum hefur veriđ lítillega breytt í tímans rás en ţćr hafa gefist vel, og til ţess ađ gera auđvelt er ađ samrćma ţó breytingar eigi sér stađ, t.d. í athugunartímum. Á stöđvum ţar sem athuganir eru gerđar á ţriggja stunda fresti allan sólarhringinn er mánađarmeđaltaliđ einfaldlega međaltal allra athugana mánađarins. Ţannig hefur međalhiti í Reykjavík veriđ reiknađur allt frá 1949 ađ telja. Árin á undan - allt frá stofnun Veđurstofunnar var međalhitinn reiknađur út frá mćlingum međ sírita sem kvarđađur var međ samanburđi viđ athuganir á hverjum degi. Eftir hver mánađamót var mánađameđaltal hita á 12 föstum tímum sólarhrings og mánađameđaltaliđ var ţá međaltal ţeirra 12 talna. Sáralítill munur er á međaltali 8 og 12 athugana á sólarhring - og líka 24 athugana. 

Ţessi danska hefđ var ţó aldrei alveg alţjóđleg. Ađrar ađferđir voru notađar, bćđi kom fyrir ađ međaltöl náđu alls ekki til nćturhitans (og veldur ţví ađ oft ţarf ađ gera allstórar leiđréttingar eigi ţau međaltöl ađ vera sambćrileg viđ ţau sem nú eru reiknuđ). Víđa er međaltal reiknađ međ ţví ađ taka einfaldlega međaltal međaldćgurhámarkshita og lágmarkshita sólarhringsins. Viđ samanburđ kemur í ljós ađ litlu munar á ađferđum dönsku hefđarinnar og hámarks- og lágmarksmeđaltalsins. 

Af einhverjum ástćđum tók alţjóđaveđurfrćđistofnunin upp á ţví fyrir fáeinum áratugum ađ mćla sérstaklega međ hámarks- og lágmarkshitaađferđinni (viđ kennum hana hér eftir viđ stofnunina (WMO)). Eitthvađ mun hafa veriđ um ađ veđurstofur féllu frá eldri ađferđum og tóku upp ţá sem mćlt var međ - ţađ er miđur - finnst ritstjóra hungurdiska. 

Fyrir 1949 var nokkuđ hringl í gangi hér á landi (og víđar) međ ţađ hvernig sólarhringhámörk og lágmörk voru skráđ (aflestrarhćttir misjafnir). Ţađ ţýđir ađ mánađameđaltöl hámarks- og lágmarks eru ekki alveg sambćrileg hér á landi fyrir og eftir ţann tíma. Hver stöđ ţarf sérmeđhöndlun í slíkum samanburđi. Í Reykjavík virđist ţó ekki vera ástćđa til stórra vandrćđa ţessa vegna. Međalhitavandamál í Reykjavík tengjast fyrst og fremst flutningum stöđvarinnar. 

En viđ skulum nú bera saman ţessar tvćr reiknireglur - danskćttuđu ađferđina (sem viđ kennum ţó viđ Veđurstofu Íslands) og ađferđ WMO. Fyrri mynd dagsins nćr ađeins aftur til 1949.

w-blogg040819a

Hér má sjá júlíhita í Reykjavík - nokkuđ línukrađak. Bláu súlurnar sýna hitann reiknađan međ ađferđ Veđurstofunnar, rauđu krossarnir hita sömu mánuđi međ ađferđ WMO. Viđ sjáum ađ hefđi Veđurstofan notađ síđarnefndu ađferđina hefđi međalhiti júlí 2019 reiknast 13,8 stig, en ekki 13,4 eins og hann ţó var. Ţetta er út af fyrir sig í lagi - hefđum viđ alla tíđ (aftur á 19.öld) notađ sömu ađferđ - svo virđist alla vega í fljótu bragđi. Á myndinni má líka sjá 10-ára keđjumeđaltöl, grćn og bleik lína. Svo virđist sem grćna línan (WMO-međaltöl) fjarlćgist smám saman ţá bleiku (VÍ). Ef viđ reiknum leitnina (athugiđ samt ađ hún er merkingarlaus hér - t.d. vegna hlýskeiđsins á undan - sem viđ sleppum). Samkvćmt VÍ-međaltölunum reiknast hlýnunin 1,7 stig á öld, en 2,1 stig beitum viđ ađferđ WMO. 

Síđari myndin sýnir hvernig ţessi munur ađferđanna hefur ţróast. Vegna ţess ađ nú er okkur sama um međaltölin sjálf - viđ höfum ađeins áhuga á mismun ađferđanna - getum viđ fariđ alveg aftur til 1920 - ţegar byrjađ var ađ mćla hámarks- og lágmarkshita í Reykjavík á svipađan hátt og nú - og byrjađ var ađ reikna mánađarmeđalhita nćrri ţví eins og nú er gert.

w-blogg040819b

Ţessi niđurstađa kemur nokkuđ á óvart - (eitthvađ er einkennilegt viđ annađ hvort međaltaliđ í júlí 1928 og athuga má ţađ nánar), en annars virđist sem munur á ađferđunum tveimur aukist nokkurn veginn jafnt og ţétt í gegnum tíđina. Ţetta hleypir ađ ţeirri óţćgilegu hugsun ađ hefđi Veđurstofan alla tíđ notađ ađferđ WMO (enginn hefđi gert athugasemd viđ ţađ) vćri međalhiti júlímánađar síđustu 10 ára um 0,4 stigum hćrri en hefđbundnir reikningar segja okkur - reikningar sem viđ erum viss um ađ eru réttari. 

Hvort ţessi niđurstađa á ađeins viđ um júlímánuđ - og ađeins Reykjavík skal alveg ósagt látiđ. Ekki skal heldur fimbulfambađ hér um ástćđur ţessa. 


Bloggfćrslur 4. ágúst 2019

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 353
  • Sl. sólarhring: 486
  • Sl. viku: 1669
  • Frá upphafi: 2350138

Annađ

  • Innlit í dag: 314
  • Innlit sl. viku: 1517
  • Gestir í dag: 305
  • IP-tölur í dag: 294

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband