Tveir litlir kuldapollar renna hjá

Nú renna tveir litlir kuldapollar hjá landinu úr norðri og norðaustri. Ekki gætir áhrifa þessa svo mjög við jörð - en það kólnar samt nokkuð og vindsperringur nær sér niður á stöku stað - sérstaklega á aðfaranótt laugardags. 

w-blogg070219a

Kortið sýnir hæð 500 hPa kl.21 annað kvöld, föstudag (heildregnar línur), hita í fletinum (litir) og vindur er sýndur með hefðbundnum vindörvum. Háloftahæð er yfir Grænlandi, þar er hlýrra en umhverfis - lægðin sem olli illviðri á landinu í fyrradag bjó til þessa hæð. Afkomandi hennar veldur á morgun illviðri á Bretlandseyjum, hlýkjarnalægð á kortinu. 

En kuldi úr norðri stingur sér á milli þessara kerfa í líki tveggja lítilla háloftalægða. Örvarnar sýna hreyfingu þeirra frá hádegi í dag. - En flestum er sama.  


Bloggfærslur 7. febrúar 2019

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg040725a
  • w-blogg020725c
  • w-blogg020725b
  • w-blogg020725a
  • w-blogg300625a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 177
  • Sl. viku: 2178
  • Frá upphafi: 2481869

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1905
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband