Stóri-Boli viđ áramót

Viđ heyrum nú hljóđin frá kuldapollinum Stóra-Bola handan yfir norđanvert Grćnland - en vonum jafnframt ađ hann láti okkur í friđi. Ţađ er samt ákveđin fegurđ sem fylgir skrímslinu ţar sem ţađ liggur á meltunni.

w-blogg291219a

Kortiđ er gert eftir gögnum frá bandarísku veđurstofunni nú í kvöld og gildir um hádegi á gamlársdag. Jafnhćđarlínur eru heildregnar, en ţykktin sýnd í lit. Ísland er alveg neđst - umlukiđ tiltölulega hlýju lofti - ţykktin yfir Suđausturlandi um 5400 metrar. 

Miđja Stóra-Bola er yfir Ellesmereeyju. Hann er „barmafullur“ af köldu lofti - ţađ sést af ţví ađ jafnţykktar- og jafnhćđarlínur eru álíka margar og sammiđja. Ţrýstingur viđ sjávarmál er nćrri ţví sá sami undir öllum pollinum, rétt rúm 1000 hPa - vindur umhverfis hann er ţví mjög lítill. 

Á ţessu korti er hćđ 500 hPa-flatarins í miđju ekki nema 4610 metrar - međ ţví allralćgsta sem sést á ţessum slóđum og ţykktin - í ţessari spá - er ađeins 4570 metrar ţar sem hún er lćgst. Ţađ er e.t.v. á mörkum ţess trúlega, evrópureiknimiđstöđin sýnir lćgst um 4630 metra. Sú tala er heldur algengari. Kuldi er einnig mikill í neđri lögum megi trúa spánni. Ţessi sama spáruna bandarísku veđurstofunnar sýnir um -45 stiga frost í 850 hPa - ekki mjög oft sem sú tala sést í spám, en evrópureiknimiđstöđin (og afsprengi hennar danska harmonie-spáin) sýna örlítiđ hćrri hita í ţeim fleti. Harmonie-spáin sýnir meir en -50 stiga frost á fjöllum Ellesmereeyju á gamlársdag, en mćlingar eru ţar af mjög skornum skammti inni í sveitum, frostiđ gćti hugsanlega fariđ í -55 til -60 stig ţar sem ţađ verđur mest. 

Sumar spár gera ráđ fyrir ţví ađ ađeins slettist úr pollinum ţegar hann rekst á Grćnland uppúr miđri viku - sú sletta gćti náđ hingađ til lands stutta stund. Síđan virđast reiknimiđstöđvar gera ráđ fyrir ţví ađ pollurinn hörfi aftur til vesturs eđa suđurs. Ţó fyrirbrigđi sem ţetta valdi sjaldan vandrćđum í sinni heimabyggđ er annađ uppi á teningnum sleppi ţau út úr girđingunni. 


Bloggfćrslur 29. desember 2019

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg040725a
  • w-blogg020725c
  • w-blogg020725b
  • w-blogg020725a
  • w-blogg300625a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 298
  • Sl. sólarhring: 409
  • Sl. viku: 2474
  • Frá upphafi: 2482165

Annađ

  • Innlit í dag: 283
  • Innlit sl. viku: 2186
  • Gestir í dag: 276
  • IP-tölur í dag: 275

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband