Á norđurhveli nćrri sólstöđum

Ţó vetrartíđ hafi nú um hríđ plagađ flesta landsmenn eru meginkuldapollar norđurhvels samt fjarri góđu gamni. Viđ erum samt vel norđan viđ meginvindröstina sem oftast hringar norđurslóđir á ţessum tíma árs.

w-blogg221219a

Hefđbundiđ norđurhvelskort sýnir stöđuna eins og evrópureiknimiđstöđin segir hana verđa síđdegis á Ţorláksmessu. Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar og af legu ţeirra má sjá vindátt og vindhrađa í miđju veđrahvolfi. Heldur gisnar eru ţćr viđ Ísland og nokkuđ langt suđur í ţéttari línur. Litir sýna ţykktina en hún segir af hita í neđri hluta veđrahvolfs, ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. Loftiđ yfir Íslandi er ekki kalt, mörkin á milli grćnu og bláu flatanna er viđ 5280 metra, međaltal desembermánađar er um 5250 metrar yfir landinu miđju, svipađ og er á kortinu. Sjá má nokkurn ţykktarbratta viđ Ísland - ţar eru litir fleiri en einn - og búa til norđaustanţrćsinginn sem hefur veriđ ađ plaga okkur undanfarna daga. Ţrír bláir litir auk ţess grćna.  

Nokkuđ afl ţarf til ađ hreinsa til og stuđla ađ breytingum - annađ hvort ađ koma röstinni sem nú er suđur í höfum til okkar - eđa ţá ađ fćra okkur alvörukulda. 

Tveir meginkuldapollar norđurhvels, sem viđ til hagrćđis höfum nefnt Stóra-Bola og Síberíu-Blesa liggja báđir í fletum sínum, sá síđarnefndi stćrri um sig, en Stóri-Boli er öllu snarpari. 

Vestur yfir Ameríku er nokkur bylgjugangur - kannski takist ađ sveifla röstinni eitthvađ til svo kryppa myndist sem náđ gćti til okkar. Ekki eru spár ţó alveg sammála um slíkt framhald - jafnlíklegt taliđ ađ lćgđir haldi áfram ađ berast til austurs fyrir sunnan land svipađ og veriđ hefur - skiljandi eitthvađ hrat eftir fyrir okkur - komandi upp ađ landinu úr austri (ađallega) - til viđhalds ţykktarbrattans áđurnefnda (kaldasta loftiđ hrúgast upp viđ Grćnland - sem hindrar för ţess til vesturs). 

En norđurhvel er enn ađ kólna, hinn temprađi hluti meginlandanna kólnar 5 til 6 vikur áfram - hrađar en höfin gera. Líkur á sveiflum í heimskautaröstinni aukast ţá og ná ađ međaltali hámarki í febrúar (ekki ţó árvisst). Norđurslóđir kólna enn vel fram í mars - en ţá er fariđ ađ hlýna á meginlöndunum og lega rasta breytist. 

En viđ verđum ađ gefa öllu gaum, auđvitađ kuldapollunum stóru, en líka sveiflum og sérvisku rastanna, austan- og norđanhratágangi auk stađbundinna uppákoma svosem hitahvörfum og hćgviđra. Ekkert frí frá veđrinu - ţađ er alltaf einhvern veginn. 


Bloggfćrslur 22. desember 2019

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg040725a
  • w-blogg020725c
  • w-blogg020725b
  • w-blogg020725a
  • w-blogg300625a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 298
  • Sl. sólarhring: 409
  • Sl. viku: 2474
  • Frá upphafi: 2482165

Annađ

  • Innlit í dag: 283
  • Innlit sl. viku: 2186
  • Gestir í dag: 276
  • IP-tölur í dag: 275

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband