Sumarið 2019 (eftir gamla tímatalinu)

Ritstjóri hungurdiska óskar lesendum og landsmönnum öðrum velfarnaðar á komandi vetri - en á morgun (laugardag 26.október) er fyrsti vetrardagur. Við lítum hér á meðalhita nýliðins sumars í Reykjavík og á Akureyri. Taflan sýnir röð frá hæsta til lægsta meðalhita á hvorum stað á þessari öld, 19 sumur (ósköp er tíminn fljótur að líða).

w-blogg261019a

Tölurnar verða læsilegri sé myndin stækkuð sérstaklega. Við sjáum að sumarið var mjög hlýtt í Reykjavík, meðalhiti þess 9,8 stig, nokkuð lægri en hann var 2010 og litlu hærri en 2016. Sumarið í fyrra, 2018 er neðst, meðalhiti þess 7,8 stig, rétt neðan við 2013. 

Á Akureyri var sumarhitinn í ár í meðallagi aldarinnar, 8,4 stig - og í 9. hlýjasta sæti. Hlýjast var á Akureyri sumarið 2014, meðalhiti þá 9,5 stig. Kaldast var á Akureyri sumarið 2005, meðalhiti 7,3 stig, en næstkaldast 2015. 


Bloggfærslur 26. október 2019

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 16
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 507
  • Frá upphafi: 2343269

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 459
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband