Um norđanhvassviđriđ (eđa ţannig)

Nú geisar hríđ um landiđ norđanvert - og víđa er hvasst, verđur jafnvel hvassara um tíma á morgun. Viđ veltum okkur ađeins upp úr ţví (ekki auđlćsilega ađ vísu).

w-blogg241117a

Hér er eitt af lóđréttum sniđum harmonie-líkansins. Ţađ liggur um landiđ ţvert, frá austri til vesturs, eins og sjá má á litla kortinu í efra hćgra horni. 

Hálendi landsins sést sem grár flekkur neđarlega á myndinni - ţar stingur Hofsjökull sér hćst upp í um 820 hPa hćđ, en hćsti flötur sniđsins er 250 hPa, í um 10 km hćđ. Vindörvar sýna vindhrađa og vindátt (á hefđbundinn hátt), en vindhrađinn er ađ auki sýndur í lit - til áhersluauka. Mjög mikill vinstrengur er hćgra megin á myndinni, yfir landinu austanverđu, en lengst til vinstri - nokkuđ fyrir vestan land er vindur hćgur. Í Austurlandsstrengnum er vindur meiri en 32 m/s og upp í 36 til 38 m/s ţar sem mest er. 

Ţađ vekur athygli ađ hćgra megin á myndinni er vindurinn mestur neđarlega, á frá 750 hPa og niđur fyrir 950 hPa. Ţetta köllum viđ lágröst (ţar til betra orđ og fallegra finnst). Fyrir ofan hana er vindur minni - og á bletti mjög lítill. 

Vinstra megin er vindurinn hins vegar mestur ofarlega - ţar má sjá í mjóa röst međ vindhrađa yfir 40 m/s í um 9 km hćđ. Sá vindur liggur alveg ofan á mun hćgari.

Heildregnu línurnar sýna mćttishita. Mćttishiti vex (nćr) alltaf uppáviđ (hlýtt loft liggur ofan á ţví kaldara). Ritstjórinn hefur sett rautt strik inn á myndina til ađ sýna hvar loftiđ í 500 hPa-fletinum er kaldast í sniđinu. Línan sem merkt er 292 er hvergi hćrri á myndinni en einmitt nćrri línunni - en er neđar til beggja hliđa. 

Ţetta sést vel á síđari myndinni.

w-blogg241117b

Hér sést vel hvernig lćna af köldu lofti liggur yfir Vesturlandi, en hlýrra loft er til beggja handa. Litirnir sýna hitann - kvarđinn skýrist sé kortiđ stćkkađ. Örvarnar benda báđar út frá kulda til hlýrra lofts.

Viđ sjáum (á vindörvunum) ađ vindur blćs úr norđri á öllu ţví svćđi sem örvarnar ná yfir. Viđ sáum á sniđinu ađ 500 hPa-flöturinn er ofan viđ eystri vindröst ţess (ţá til hćgri), en neđan viđ vestari röstina (ţá til vinstri). Töluverđur hitabratti er til beggja átta viđ kaldasta beltiđ. Á smábletti yfir Breiđafirđi er frostiđ meira en -36 stig, en er aftur á móti um -28 stig ţar sem hćgri örin endar úti af Norđausturlandi, svipađ eđa ađeins meira hlýnar í hina áttina. 

Međan hćđarsviđinu sjálfu hallar öllu til austurs (og norđausturs allt til lćgđarmiđju) hallar hitasviđinu sitt á hvađ. Halli ţess suđvestur af landinu er samstefna hćđarsviđinu - ţar sér hitasviđiđ til ţess ađ vindur viđ jörđ er minni en í háloftum, austan viđ kalda ásinn er halli sviđanna hins vegar gagnstćđur - ţar bćtir hitasviđiđ í vind viđ jörđ. 

Ekki var ţetta alveg einfalt - en ţrekmikil veđurnörd gefa ţví samt gaum. 


Bloggfćrslur 23. nóvember 2017

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 62
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 998
  • Frá upphafi: 2351199

Annađ

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 848
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband