Með öflugra móti

Hæðarhryggur fyrir vestan land færist nú í aukana og verður óvenjuöflugur í nokkra daga. Evrópureiknimiðstöðin segir að á mánudagskvöld (11. apríl) verði staðan sú sem myndin sýnir.

w-blogg090416a

Heildregnu línurnar sýna hæð 500 hPa-flatarins, en litir þykktina. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Mörkin milli grænu og gulu litanna er við 5460 metra - meiri þykkt en það telst sumarhiti. - En uppheimahiti sem þessi nýtist illa við jörð - hér fyrst og fremst vegna vindáttarinnar (að norðan) sem og þess að yfirborð landsins er enn kalt - snjór víða að bráðna til heiða og fjalla - auk þess sem sjávarhiti er auðvitað nærri vetrarstöðu líka. En aldrei samt að vita nema að einhvers staðar á landinu verði hlýtt. 

Svona staða er oft harla óþægileg - þegar mikil hlýindi skjóta sér langt norður fyrir venjulega stöðu eru kuldar oft á ferð sunnar en vant er - þeir eru það svosem í þessu tilviki eins og sjá má á kortinu hér að neðan.

Litirnir sýna þykktarvik næstu tíu daga í reikningum evrópureiknimiðstöðvarinnar. 

w-blogg090416b

Hlýindin yfir Grænlandi (í hæðarhryggnum) sýna hita um 190 metra yfir meðallagi (9,5 stig) - en vestur af Bretlandi er óvenjukalt - hiti rúmlega -100 metra undir meðallaginu (-5,0 stig) - það er mikið í 10 daga yfir varmagefandi hafi. 

En okkur finnst þetta svosem í lagi - miðað við vindátt - hér er hita spáð nærri meðallagi í mannheimum - ríflega vestan- og suðvestanlands - en tæplega í meðallagi eystra. - En ritstjóra hungurdiska er þó sjaldnast rótt undir mjög stórum háþrýstisvæðum að vorlagi - sama þótt reiknimiðstöðvar syngi þýðum rómi. - Hófsamir söngvar eru hollari. 


Bloggfærslur 8. apríl 2016

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg060725a
  • w-blogg040725a
  • w-blogg020725c
  • w-blogg020725b
  • w-blogg020725a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 70
  • Sl. sólarhring: 319
  • Sl. viku: 1614
  • Frá upphafi: 2482609

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 1469
  • Gestir í dag: 66
  • IP-tölur í dag: 65

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband