Kjarr á gömlu korti

Viđ rýnum nú í kort sem kennt er viđ Björn Gunnlaugsson og Hiđ íslenska bókmenntafélag. Um Björn má međal annars lesa á Vísindavef HÍ og er ţar vísađ í ítarlegri heimildir. Kortiđ kom í (ađ minnsta kosti) tveimur útgáfum - sú fyrri, 1844, í mćlikvarđanum 1:480 ţúsund, samanstóđ af fjórum blöđum. Myndin hér ađ neđan er kippt úr blađi sem ber titilinn „Suđvestr-fjórđungr“. 

Á kortinu eru ađskiljanleg merki - viđ horfum einkum á eitt ţeirra, „skógr eđa hrís“. Sýnist í fljótu bragđi vera svartar skemmdir á kortinu - en kannski er í frumprenti eitthvađ grćnt innan um sortann. 

Ţađ er forvitnilegt (finnst ritstjóranum) ađ athuga hvar Björn hefur séđ (eđa frétt af) skógi eđa hrísi. Svo virđist sem sitthvađ hafi fariđ fram hjá honum (eins og eđlilegt má teljast) - en merkiđ er einnig sett á fáeina stađi ţar sem lítt sér til kjarrs nú. Hrís getur hins vegar leynst nema beinlínis sé fariđ fótgangandi um svćđiđ í könnunarskyni. 

Viđ lítum eingöngu á Borgarfjörđ, en látum áhugasama lesendur um ađra landshluta. Kortiđ skýrist nokkuđ sé ţađ stćkkađ. 

w-blogg200316a

Kjarr er víđa í Borgarfirđi - og var víđa á fjórđa áratug 19. aldar. Víđa sér til svörtu kjarrflekkjanna á kortinu. Kunnugir taka eftir ţví ađ fjarlćgđir milli stađa eru sums stađar nokkuđ brenglađar - enga gps-punkta ađ hafa. 

Ritstjórinn hefur horft á öll (eđa langflest) kjarrmerkin og getur stađfest ađ ţau eru alveg raunveruleg - hefđu ţó mátt vera lítillega fleiri - viđ sleppum upptalningu.

Ţrír blettir (og ein eyđa) vekja ţó athygli ritstjórans og benda tölumerktar örvar á ţá. Sá sem merktur er međ tölustafnum 1 er í Hvítársíđu. Ţar hélt hann ađ vćri alveg kjarrlaust inn ađ Bjarnastöđum. Kannski finnst ţar ţó enn hrís í móum eđa kjarr í giljum sé vel leitađ - eđa hefur orđiđ eyđing síđan 1830? Hvenćr ţá? 

Önnur örin (tölustafur 2) bendir á kjarrlausa norđurhlíđ Skorradals - ađ minnsta kosti frá Hvammi og inn fyrir Fitjar - ţetta er hugsanlega alveg rétt - ţótt manni ţyki ţađ ótrúlegt í ţeim ţétta skógi sem ţarna er í dag. Aftur á móti er Skorradalurinn ađ öđru leyti allur útatađur í kjarrmerkjum á kortinu - og langt inn í dalbotn. Jú, mjög víđa er kjarr í dalnum í dag - en hefur líka víđa látiđ á sjá - tökum viđ kortiđ bókstaflega. 

Viđ tölustafinn 3 er bent á kjarrmerki ofan viđ Ferstiklu á Hvalfjarđarströnd - kjarr er og hefur veriđ ţar vestan viđ - en náđi ţađ austar snemma á 19. öld eđa er ónákvćmni kortsins um ađ kenna? 

Fjórđa örin bendir á Skógarkotsland undir Tungukolli sunnan Borgarfjarđar. Eftir nokkurra áratuga friđun og einhverja plöntun er ţar nú ađ koma upp kjarr á blettum, en annars var allt kjarr austan Seleyrargilja uppnagađ. Enn hefur veriđ kjarr ţarna á tíma Björns - og nafniđ Skógarkot bendir líka til kjarrgróđurs. Á kortinu sýnist Hafnarskógur utar međ fjallinu líka vera efnismeiri en viđ hin síđari tíma vitni viljum kannast viđ - en kortiđ er ekki nákvćmt.

Í fyrra bindi minningabókar Ţorvaldar Thoroddsen segir orđrétt í frásögn af ferđalagi í Borgarfjörđ í júlí 1871 (s.110 til 111): „Ţá var enn nokkuđ eftir af Hafnarskógi, hann var ekki hár, en nokkuđ víđáttumikill, einstöku hríslur voru samt allstórar, og víđa voru stórar skellur af uppblásnum holtum.“ Orđalagiđ „enn nokkuđ eftir“ bendir til ţess ađ Ţorvaldur hafi síđar séđ ađ skóginum hafđi hrakađ. 

Allvíđa vantar kjarr á kortiđ á Mýrum í Borgar-, Álftanes- og Hraunhreppum - á stađi ţar sem örugglega var kjarr á öndverđri 19. öld. Til dćmis er ekkert kjarrmerki í námunda viđ Stađarhraun. Svo er hiđ dularfulla bćjarnafn Rauđabjarnarstađir upp međ Gufuá. Bćrinn er nefndur í Landnámu - en veit einhver hvar hann var? Kannski er ţađ Stađur? 

Viđ tökum eftir Okjökli - sem sagđur er býsna stór - og jökull er settur á Skjaldbreiđ sömuleiđis (sem kvu aldrei hafa veriđ - nema hugsanlega í gígnum). 

En landeyđing var ekki jafnlangt gengin á fyrri hluta 19. aldar og síđar varđ. Vitnum aftur í Ţorvald (sama bók blađsíđa 55), og vitnađ í ferđ sem hann fór 9 ára gamall (1864): Eg man ađ viđ áđum á Svínadal í Kjós, áđur en viđ lögđum á Svínaskarđ, ţar var ţá fagurt kjarr og hiđ mesta blómskraut af blágresi, fjallafíflum, lokasjóđsbrćđrum o.fl., svo mjer ţótti ţar yndislegt ađ vera. Síđar hef eg mjög oft komiđ á sömu stöđvar og sjeđ meiri og meiri afturför á gróđrinum, unz hann var ađ mestu uppurinn; líklega er ţetta aukinni fjárbeit ađ kenna.“ - Svo mörg voru ţau orđ.


Bloggfćrslur 20. mars 2016

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg060725a
  • w-blogg040725a
  • w-blogg020725c
  • w-blogg020725b
  • w-blogg020725a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 243
  • Sl. sólarhring: 435
  • Sl. viku: 1787
  • Frá upphafi: 2482782

Annađ

  • Innlit í dag: 215
  • Innlit sl. viku: 1618
  • Gestir í dag: 213
  • IP-tölur í dag: 207

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband