28.2.2016 | 22:08
Kuldatíð? Af alþjóðavetrinum (desember 2015 til febrúar 2016)
Nú lifir aðeins hlaupársdagur af alþjóðavetrinum 2015 til 2016, en árstíðaskipting alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar telur veturinn ná yfir mánuðina desember, janúar og febrúar. Hér á landi verðum við að telja mars með vetri - en það er samt í lagi að reikna meðaltöl fyrir þann styttri. Það hefur verið gert á hungurdiskum áður.
Alþjóðaveturinn 2015 til 2016 verður að teljast fremur kaldur hér á landi, sérstaklega inn til landsins. Í Reykjavík er meðalhitinn þó nánast sá sami og í fyrra og reyndar líka árið 2000 - nánast í meðallagi áranna 1961 til 1990 en -1,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára.
Á mynd lítur þetta svona út.
Athuganir ná hér aftur til 1866 - langhlýjast var 1964, en einnig mjög hlýtt 2003, 2006 og 2013 - og einnig 1929 og 1934. Þetta er nú heldur dauflegt í ár - en ekki svo mjög í langtímasamhenginu.
Öllu kaldara hefur verið á Akureyri.
Þar er nú áberandi kaldara en í fyrra og þarf að fara alveg aftur til 1995 til að finna jafnkaldan alþjóðavetur, þá var aðeins sjónarmun kaldara en nú (og hlaupársdagur á eftir að skila sér í hús þegar þetta er teiknað og reiknað). En talsvert kaldara var 1981. Þessi mynd nær ekki jafnlangt aftur og Reykjavíkurmyndin - aðeins til 1882. Ekki var mælt á Akureyri frostaveturinn mikla 1881 - mælingar frammi í firði benda þó til þess að meðalhiti mánaðanna desember til febrúar hafi þá verið um -10 stig á Akureyri - nokkru kaldara en 1918 - eins og í Reykjavík.
Meðalhiti alþjóðavetrarins er nú um -1,8 stigum undir meðallaginu 1961 til 1990 á Akureyri og -3,0 undir meðallagi síðustu tíu ára. - En í Grímsey er hiti +1,2 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 og ekki nema -0,7 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Gætir hlýindanna miklu í norðurhöfum í Grímsey?
En þá er það mars 2016. Hver verður hiti hans? Heldur vikamunur strandar og innsveita sér? Sé að marka spár evrópureiknimiðstöðvarinnar verður enn kalt norðaustanlands næstu tíu daga - en nærri meðallagi á Suðvesturlandi. Spár enn lengra fram í tímann gera ekki ráð fyrir hlýindum.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 28. febrúar 2016
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 324
- Sl. sólarhring: 475
- Sl. viku: 1868
- Frá upphafi: 2482863
Annað
- Innlit í dag: 285
- Innlit sl. viku: 1688
- Gestir í dag: 276
- IP-tölur í dag: 268
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010