Af hlýjum októberdögum

Nú hefur veriđ hlýtt á landinu í nokkra daga, mikill fjöldi dćgurhámarksmeta hefur falliđ á veđurstöđvunum auk ţess sem fáein dćgurmet landsmeđalhita, međalhámarks og lágmarks hafa falliđ - sé ađeins miđađ viđ sjálfvirku stöđvarnar. Sé leitađ lengra aftur í tímann finnast ţó hćrri tölur á ţessum dagsetningum - nema ţann 4. Sá dagur var ţó ekki hlýjastur í núverandi syrpu heldur hefur ţannig viljađ til ađ langtímaskortur er á sérlegum hlýindum ţann dag - svona er happdrćtti hitans.

w-blogg091016a

Hér má sjá vitnisburđ um hlýja októberdaga. Lárétti ásinn rennir í gegnum daga mánađarins, en sá lóđrétti markar hita. Blái ferillinn sýnir hćsta landsmeđalhita hverrar dagsetningar á tímabilinu 1949 til 2016. Ţar má m.a. sjá ađ 6. október 1959 er hlýjasti októberdagur ţessa tímabils alls - og einnig hversu illa áđurnefndur 4. október hefur stađiđ sig. 

Nú er mannađa mćlikerfiđ mjög ađ grisjast og sjálfvirkar mćlingar taka viđ. Nýja kerfiđ rennur ađ mestu vel saman viđ ţađ eldra - en hefur ekki veriđ starfrćkt jafnlengi. Samskonar lína úr sjálfvirka kerfinu liggur rétt neđan viđ ţá bláu mestallan mánuđinn, en mun vćntanlega í framtíđinni smám saman stinga sér upp fyrir - rétt eins og hún gerđi nú ţann 4. 

Međalhámarkshiti landsins var hćstur 2. október 1973 en hćsta hćsta međallágmarkiđ á sama dag og međalhitinn, 6. október 1959 - ţá var landsmeđallágmarkshitinn nćrri ţví 10 stig - viđ sjáum ađ ţađ telst mikiđ ef hann er hćrri en 8 stig - í fyrradag (ţann 6. náđi hann einmitt 8,0 stigum). 

Hlýindin núna eru sem sagt mikil - en varla ţó sérlega óvenjuleg. 

Engin landsdćgurmet hafa falliđ í hlýindunum nú. Myndin hér ađ neđan hefur sést áđur á hungurdiskum. Hún sýnir landsdćgurmet októbermánađar (blár ferill) - sem og dćgurmet í Reykjavík (rauđur).

w-blogg091016b

Hćsti hiti sem mćlst hefur á landinu í október er 23,5 stig. Ţađ var á Dalatanga ţann 1. 1973 - óţćgilega nćrri mánađamótum. Októbermetiđ í Reykjavík, 15,7 stig, er ţó enn óţćgilegra - ţví sá hiti er reyndar leif mánađarins á undan - fannst á skinni höfuđborgarbúa undir kvöld 30. september 1958. - En svona eru reglurnar - hámarksmćlingamánađamót mönnuđu veđurstöđvanna eru hliđruđ um 6 klukkustundir miđađ viđ ţau raunverulegu. - Viđ nennum varla ađ standa í ţví fyrir sjálfvirku stöđvarnar vegna ţess ađ ţađ er óţarfi. 

En eins og sjá má hefur hiti orđiđ nćrri ţví eins hár í Reykjavík síđar í mánuđinum, 15,6 stig sem mćldust ţann 18. áriđ 2001. Ţetta er eiginlega betri árangur heldur en 15,7 stigin ţann 1. - tökum viđ haustkólnun međ í reikninginn - hún virđist vera um -0,1 stig á dag. Segjum ţá kannski ađ 15,6 stig ţann 18. séu eins og 17,4 ţann 1. - og séu ţar međ í raun miklu betri árangur. 

En - viđ skulum bara bíđa róleg eftir 15,8 stigum í Reykjavík í október - ţau koma í framtíđinni. 


Tvćr fyrirstöđur

Nú sitja tvćr risastórar fyrirstöđuhćđir í vestanvindabeltinu. Ekki er ţađ óalgengt en ţćr eru samt međ öflugra móti miđađ viđ árstíma og hefur önnur ţeirra mikil áhrif hér á landi. 

w-blogg081016a

Kortiđ gildir síđdegis á laugardag 8. október og sýnir stóran hluta norđurhvels - norđurskaut ekki fjarri miđju og Ísland ekki langt ţar neđan viđ. Rauđu örvarnar benda á fyrirstöđurnar, ađra viđ Norđur-Noreg, en hina yfir Alaska. Jafnhćđarlínur eru heildregnar og gefa ţćr til kynna vindátt og vindstyrk. Allmikill sunnanstrengur stendur yfir Ísland langt norđur í höf og sveigist svo í kringum fyrirstöđuna.

Ţykktin er sýnd međ lit - hún mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs, ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. Mörkin á milli gulu og grćnu litanna er viđ 5460 metra - gula megin markanna ríkir sumarhiti í veđrahvolfi - og jafnvel líka niđur undir jörđ.

Töluvert lćgđardrag er fyrir vestan land og ţví fylgir greinilega kaldara loft - en spár gera ekki ráđ fyrir ţví ađ neitt kólni ađ ráđi - ţótt kannski verđi ekki beinlínis um sumarhita ađ rćđa. 

Ámóta ástand er svo yfir Alaska - en allmikill kuldapollur er aftur á móti yfir Evrópu - ţótt norđurlandabúum ţyki ţetta ekki sérlega kalt í október er annađ ađ segja um ástandiđ í Miđ-Evrópu - hiti ţar töluvert undir međallagi. 

Á kortinu má einnig sjá fellibylinn Matthew - sem sumir fjölmiđlar hér af einhverjum ástćđum kalla Matthías. Jú ţađ getur veriđ gaman ađ ţví ađ íslenska nöfnin - ritstjóri hungurdiska stendur oft í slíku - en er guđspjallamađur sá sem enskir kalla Matthew ekki yfirleitt kallađur Matteus hér á landi? - En ţetta er aukaatriđi. 

Matteus á ađ verđa ađ hálfgerđri afturgöngu sem hringsólar á nćrri Bahamaeyjum eftir ađ hafa undiđ úr sér undan ströndum Bandaríkjanna nú um helgina - mörg orđ og bólgin eiga eftir ađ falla um hann á samfélagsmiđlum og í fréttaskeytum - fellibyljanördin eru mörg. 

Ţarna er líka stafrófsstormurinn Nicole (Nikkólína? - ekki ţó sú ofan úr sveit) og á ađ verđa á sveimi á svipuđum slóđum svo langt sem lengstu (háupplausnar-) spár sjá.

w-blogg081016b

Sé eitthvađ ađ marka spá reiknimiđstöđvarinnar fyrir fimmtudag í nćstu viku má enn sjá til hennar (hvort hún verđur svo fyrir vondri trúlofun eins og nafna hennar í kvćđinu kemur í ljós). 

En á ţessu korti - sem ekki má taka of hátíđlega - lifa fyrirstöđurnar báđar enn - sú viđ Noreg hefur teygt sig til Íslands og linast lítillega. Evrópukuldinn hefur ađeins gefiđ sig - sé eitthvađ ađ marka ţessa spá.

Ekki er ţví annađ ađ sjá en ađ hlýindi haldi áfram hér á landi - ţótt auđvitađ kólni fljótt inni í sveitum gangi vindur niđur og hjađni skýjahula. 


Bloggfćrslur 8. október 2016

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg020725c
  • w-blogg020725b
  • w-blogg020725a
  • w-blogg300625a
  • w-blogg280625a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 182
  • Sl. viku: 2640
  • Frá upphafi: 2481705

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2353
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband