Sumar á suðurhveli

Nú er hásumar á suðurhveli jarðar. Kuldinn á Suðurskautslandinu gefur sig þó aldrei. Kortið hér að neðan sýnir hæð 500 hPa-flatarins og þykktina í greiningu bandarísku veðurstofunnar síðdegis í dag (föstudaginn 22. janúar).

w-blogg230116a

Jafnhæðarlínur eru heildregnar en litir sýna þykktina. Því þéttari sem þær eru því meiri er vindurinn. Hér þarf auðvitað að gæta þess að vindur blæs í stefnu með lægri flöt á hægri veg - öfugt við það sem er hér á norðurhveli. Þess vegna er alltaf dálítið ruglandi að horfa á suðurhvelskort - jafnvel fyrir veðurkortavana. - En stefna snúningsáss (mönduls) jarðar ræður þessu og hún er auðvitað sú sama á báðum hvelum - úr geimnum séð þótt á norðurskauti heiti sú stefna upp, en niður á suðurskautinu - en er samt hin sama. 

Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Mörkin á milli grænu litanna og þess gula (sumarmörkin) eru við 5460 metra (kvarðinn batnar sé kortið stækkað). Sjá má að mjög hlýtt er yfir meginlöndunum - helst að kuldi skjóti sér í bylgjum í átt til Eldlandsins, syðst í Suður-Amaríku, nærri hinum illræmda Hornhöfða þar sem veður eru hvað verst á siglingaleiðum heimsins. Þar verður stormur á mánudaginn - sé að marka spár. 

Örin bendir á fellibyl á suður Indlandshafi. Hann ógnar hvergi landi, en gæti verið varasamur skipum á leið á milli Suður-Afríku og Ástralíu. 


Bloggfærslur 23. janúar 2016

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg060725a
  • w-blogg040725a
  • w-blogg020725c
  • w-blogg020725b
  • w-blogg020725a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 333
  • Sl. viku: 1659
  • Frá upphafi: 2482882

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1497
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband