Sjávarhitavik ágústmánaðar

Sjór er enn kaldur suður í hafi - en fremur hlýtt er norðurundan. Kortið sýnir vik frá meðallagi áranna 1981 til 2010 - eins og evrópureiknimiðstöðin reiknar.

w-blogg030915a

Heildregnu línurnar sýna meðalsjávarmálsþrýsting. Þar er austanáttin áberandi, norðan lægðarmiðju skammt sunnan við land. Litir sýna hitavikin - þau bláu eru neikvæð en þau jákvæðu eru gul og brún.

Enn er kalt suður í hafi - miðað við árstíma. Trúlega heldur þetta ástand áfram. Enn er hlýtt í norðurhöfum enda er hafís með minnsta móti - í langtímasamhengi. 

En kortið sýnir aðeins ástandið í yfirborðslögum - haustkólnun og vaxandi vindur eykur blöndun á næstu vikum og þá fáum við að sjá hvort eitthvað leynist rétt undir yfirborði. 


Bloggfærslur 3. september 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 183
  • Sl. sólarhring: 449
  • Sl. viku: 1892
  • Frá upphafi: 2484154

Annað

  • Innlit í dag: 169
  • Innlit sl. viku: 1694
  • Gestir í dag: 163
  • IP-tölur í dag: 160

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband