Myndarleg helgarlægð

Svo virðist sem föstudagurinn (18.september) verði hægur - en þeir sem rýna þá í himininn munu sjá háský þeytast yfir himininn á 180 km hraða á klukkustund frá vestri til austurs - útjaðar myndarlegs lægðakerfis sem kemur inn á Grænlandshaf úr suðri. Laugardagurinn fer í landsynning þessarar lægðar - hann er blautur að vanda á landinu sunnan- og vestanverðu.

w-blogg180915a

Kortið sýnir hugmynd evrópureiknimiðstöðvarinnar um stöðuna kl. 18 síðdegis á laugardag. Þá er úrkoma og vindur sennilega nærri hámarki.

Lægðin á síðan að grynnast ört og þokast austur. Hefðbundinn útsynningur kemur ekki. Mjög hlýtt loft fylgir lægðinni en það fer fljótt hjá - en raunhæfur möguleiki er á 18 til 21 stigs hita norðaustanlands á laugardaginn þar sem þykktinni er spáð í 5560 metra og mættishita í 850 hPa verður meiri en 20 stig undir kvöld. 


Bloggfærslur 18. september 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 177
  • Sl. sólarhring: 445
  • Sl. viku: 1886
  • Frá upphafi: 2484148

Annað

  • Innlit í dag: 163
  • Innlit sl. viku: 1688
  • Gestir í dag: 157
  • IP-tölur í dag: 154

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband