Meir af óvenjulegum júlímánuði - og áframhaldi (?)

Við lítum nú á kort sem sýnir meðalsjávarmálsþrýsting í nýliðnum júlí - og spákort um meðalþrýsting næstu tíu daga - úr smiðju evrópureiknimiðstöðvarinnar.

w-blogg050815a

Jafnþrýstilínur eru heildregnar - (með tveggja hPa bili). Vik - miðað við 1981 til 2010 eru sýnd í lit, neikvæðu vikin eru blá - en þau jákvæðu rauðlituð. 

Þrýstingur var langt yfir meðallagi við Grænland í júlí - en lágur suður og austur undan. Ávísun á norðaustanáttarauka. Ritstjórinn hefur ekki lokið við að meta hversu óvenjuleg þessi staða er í júlí - en hæglega gæti verið um að ræða einn af fimm mestu norðanáttarmánuðum frá því fyrir 1920 - og svo var austanáttin býsna stríð líka - og í toppbaráttu. Hún er reyndar enn meira áberandi í háloftunum en sést hér. 

Ekki er beinlínis að sjá lát á norðanáttinni - en þó er spá næstu tíu daga ekki eins -

w-blogg050815b

Þessi spá gildir frá þriðjudegi 4. til föstudags 14. ágúst. Hér er lægðin mun ágengari - og hæðin við Grænland komin í eðlilegt horf. En þetta er ekkert sérlega efnilegt sumarveður - þrýstingur 8 hPa undir meðallagi ágústmánaðar. 

Kannski kuldapollurinn „haustgrunur fyrsti“ og fjallað var um á hungurdiskum í pistli á dögunum komi hér eitthvað við sögu? En hann breytir e.t.v. einhverju þegar upp verður staðið? 


Bloggfærslur 5. ágúst 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 332
  • Sl. sólarhring: 504
  • Sl. viku: 2041
  • Frá upphafi: 2484303

Annað

  • Innlit í dag: 309
  • Innlit sl. viku: 1834
  • Gestir í dag: 299
  • IP-tölur í dag: 292

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband