Lægð að grynnast við landið

Lægðin (óvenju)djúpa er nú farin að grynnast - hún þokast jafnframt til norður, verður yfir landinu eða rétt við það á föstudag (14. ágúst) og laugardag - en reiknimiðstöðvar gera ráð fyrir henni fyrir norðan land á sunnudag. Rætist sú spá gæti orðið heldur kaldranalegt vestanlands um tíma þann dag.

Kortið hér að neðan sýnir uppástungu evrópureiknimiðstöðvarinnar um laugardagssíðdegi.

w-blogg140815a

Lægðarmiðjan er sett við Reykjanes - og einhver úrkoma um mikinn hluta landsins - einna síst þó norðaustanlands sýnist manni. 

Loftið yfir landinu og í nágrenni þess er frekar svalt - hiti í 850 hPa (strikalínurnar sýna hann) er um frostmark og er það um 2 stigum undir meðallagi mánaðarins. - Gríðarlega hlýtt er aftur á móti austur við Noreg - þar er hiti í 850 hPa meiri en 10 stig og hiti gæti þar farið vel yfir 25 stig í sveitum þar sem vindur stendur af landi. En einnig má sjá mikið (þrumu)skúrakerfi yfir Vestur-og Suður-Noregi - þannig að ýmislegt er þarna um að vera.  

En veðrið hér á landi eftir helgi er hulið móðu - en ekki er sérstök ástæða til svartsýni. 


Bloggfærslur 14. ágúst 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 334
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 2043
  • Frá upphafi: 2484305

Annað

  • Innlit í dag: 311
  • Innlit sl. viku: 1836
  • Gestir í dag: 301
  • IP-tölur í dag: 294

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband