Forðast okkur

Hlýja loftið virðist eiga að halda áfram að forðast okkur sem mest það má. Þetta ástand sést vel á meðalþykktarspá evrópureiknimiðstöðvarinnar fyrir næstu tíu daga (fram til þess 21.)

w-blogg120815a

Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar og sýna mikla háloftalægð (kuldapoll) rétt við landið. Jafnþykktarlínur eru daufar, strikaðar - en þykktarvik eru sýnd í lit. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Bláir litir sýna hvar hiti er undir meðallagi áranna 1981 til 2010. Mikið lægðardrag liggur allt frá N-Kanada til suðausturs um Ísland til Spánar - í því öllu er hiti undir meðallagi - mest við Ísland.

Við höfum reyndar vanist enn stærri vikum áður í sumar, en þetta er alveg nóg. Talan við Vesturland (sést sé kortið stækkað) er -46 metrar. Hiti í neðri hluta veðrahvolfs er meir en -2 stigum undir meðallagi. - Varla alveg svo mikið niðri í mannheimum - en nægilega mikið. 

En þetta er meðalkort - nokkrar sveiflur eru oftast frá degi til dags - en kannski minni nú en oft áður. Satt best að segja er engar teljandi breytingar að sjá á veðurlagi - þó gætu komið nokkrir þurrir dagar norðaustanlands - slíkt væri vel þegið ef býðst. 

Um helgina mun sérlega hlýtt loft fara til norðurs um Noreg allan - hvort það nægir í hitamet þar vitum við ekki enn. 


Bloggfærslur 12. ágúst 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 323
  • Sl. sólarhring: 511
  • Sl. viku: 2032
  • Frá upphafi: 2484294

Annað

  • Innlit í dag: 300
  • Innlit sl. viku: 1825
  • Gestir í dag: 290
  • IP-tölur í dag: 283

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband