Landsynningur í vændum

Útlit er nú fyrir skammvinnan landsynning á miðvikudaginn, samfara djúpri lægð á Grænlandshafi. Landsynningur er sem kunnugt er annað nafn á suðaustanátt - en gjarnan með þeirri merkingarlegu viðbót að slagviðrisrigning og hvassviðri er með í kaupunum. - En þetta gengur fljótt hjá og nær sér sjálfsagt ekki allstaðar á strik. En látum Veðurstofuna fylgjast með því - hún gerir spár. 

Kortið gildir kl. 18 síðdegis á miðvikudag.

w-blogg110815a

Lægðin er hér 971 hPa í miðju - í dýpsta lagi miðað við árstíma - orðin til úr stefnumóti kuldapollsins (sem við í lausmælgi á dögunum kölluðum haustgrun fyrsta) og rakaþrungins lofts langt úr suðvestri. Hlýindin láta þó varla sjá sig hér á landi - nema í sviphending.

Lægðin á síðan að þokast til austurs fyrir sunnan land næstu daga - verst er hversu lengi hún verður að því - ekkert hlýrra kemst að á meðan - en ekkert kaldara heldur - (segja þeir nægjusömu). 


Bloggfærslur 11. ágúst 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 340
  • Sl. sólarhring: 499
  • Sl. viku: 2049
  • Frá upphafi: 2484311

Annað

  • Innlit í dag: 317
  • Innlit sl. viku: 1842
  • Gestir í dag: 306
  • IP-tölur í dag: 299

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband