Svalur - en ...

Viđ lítum á tvö spákort í dag. Ţađ fyrra sýnir ástandiđ í háloftunum á norđurskautssvćđinu (og suđur til okkar), en ţađ síđara er hefđbundiđ sjávarmálskort af Norđur-Atlantshafi - báđar gilda spárnar síđdegis á sunnudag (25. júlí).

w-blogg250715a

Norđurskaut er nćrri miđri mynd, en Ísland alveg neđst. Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, ţví ţéttari sem ţćr eru ţví meiri er vindurinn í fletinum. Ísland er í algjörri flatneskju varla nokkra línu ađ sjá viđ landiđ. 

Litirnir sýna ţykktina, en hún segir til um hita í neđri hluta veđrahvolfs. Viđ ćttum ţessa dagana ađ vera í gula litnum - en ţađ er langt í frá. Grćnu litirnir eru ţrír, sá ljósasti hlýjastur - en viđ erum í ţeim í miđiđ - hiti veđrahvolfs langt neđan međallags. Snarpur kuldapollur viđ Norđaustur-Grćnland er sá langkaldasti á kortinu - ţar sér í bláa litinn - sem viđ viljum helst ekki sjá hjá okkur fyrr en í október - en ţađ er óskhyggja.

Reiknimiđstöđvar eru sammála um ađ senda kuldapollinn til vesturs í hringsól um heimskautaslóđir. Annar kuldapollur - mun minni - er viđ Vestur-Grćnland og hreyfist suđaustur - hann á ađ fara til austurs fyrir sunnan land í nćstu viku - og heldur viđ kuldanum hjá okkur - ţrátt fyrir ađ vera ţó ekki mjög vondrar gerđar.

Viđ verđum sum sé í svalanum áfram - svo lengi sem vindur er hćgur er kalt loft í háloftunum bein ávísun á síđdegisskúrir inn til landsins - ţar sem sólaryls gćtir mest. 

En ef viđ rýnum í myndina sjáum viđ ađ ţó ađ hćđarsviđiđ sé marflatt er lítilsháttar bratti á ţykktarsviđinu - ţađ er ađeins kaldara fyrir norđvestan land heldur en fyrir suđaustan. Ţađ ţýđir ađ norđaustanátt er í neđri lögum. Hún er ekki mikil en sést samt vel á sjávarmálsţrýstikortinu hér ađ neđan. Ţađ gildir á sama tíma - klukkan 18 síđdegis á sunnudag.

w-blogg250715b

Hér er fjögurra hPa bil á milli ţrýstilína - en sú sem liggur yfir landiđ er mjög sveigđ og krumpuđ - greinileg norđaustanátt er norđvestan- og suđaustan viđ land. Grćnir blettir eru yfir Suđurlandi og yfir innsveitum norđanlands. Hér er líkaniđ ađ búa til síđdegisskúrir - önnur líkön eru ekki alveg jafnviss međ magniđ. Af ţví sjáum viđ ađ ţađ eru trúlega nokkur átök á milli ýmissa veđurţátta í gangi - sem hin ađskiljanlegu líkön ota mismikiđ fram. - En viđ veltum okkur ekki upp úr ţví ađ ţessu sinni.

Rétt er ađ benda á lćgđina yfir Svíţjóđ. Hún á ađ valda allmiklu illviđri í Niđurlöndum, Danmörku og Ţýskalandi á morgun (laugardag) - á sunnudag í Svíţjóđ og Noregi. Koma ţar viđ sögu eldingar og síđan mikiđ hvassviđri í kjölfar lćgđarinnar - heldur leiđinlegt - mjög leiđinlegt. Hér sjáum viđ ađ önnur lćgđ fylgir eftir á svipađri braut á mánudag - er á kortinu viđ Bretland - og reyndar hugsanlega fleiri - sjáiđ t.d. lćgđina syđst á kortinu - en um ţađ eru reiknimiđstöđvar auđvitađ ekki sammála - margir dagar - margs konar spár. 

En viđ virđumst sem sagt sitja í svalanum - en sleppum viđ meiriháttar illviđri. Kannski sjást ţó stöku eldingar - nái síđdegisskúrirnar sér á strik. Jú, svo heldur ţurrkurinn um norđvestanvert landiđ vćntanlega áfram - međ viđvarandi gróđureldahćttu - og bjartar, hćgar nćtur í köldu lofti - ja ...


Bloggfćrslur 25. júlí 2015

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 404
  • Sl. sólarhring: 512
  • Sl. viku: 2113
  • Frá upphafi: 2484375

Annađ

  • Innlit í dag: 379
  • Innlit sl. viku: 1904
  • Gestir í dag: 364
  • IP-tölur í dag: 356

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband