Evrópuhitabylgjan á háloftakorti

Til fróðleiks lítum við á 500 hPa hæðar- og þykktarkort sem nær yfir Evrópu. Það er of snemmt að tala um einhver met. Breskir fjölmiðlar nefndu þó nýtt hitamet fyrir júlímánuð þar í landi. En sú tala var frá Heathrow-flugvelli og e.t.v. ástæða til að taka hámarksmælingum þar með nokkurri varúð - malbik á alla vegu og varla staðalaðstæður til hitamælinga. Hvað breska veðurstofan gerir í málinu - ?

w-blogg020715a

Kortið er frá því síðdegis í dag, miðvikudag 1.júlí 2015 kl.18 og sýnir hæð 500 hPa-flatarins og þykktina. Jafnhæðarlínur eru heildregnar en þykktin er sýnd með litum, kvarðinn skýrist sé myndin stækkuð. 

Við sjáum tungu af afskaplega hlýju lofti teygja sig til norðurs frá Norður-Afríku allt til Noregs. Þykktin yfir Englandi austanverðu er meiri en 5700 metrar - ekki algengt, hún er svo enn meiri yfir Frakklandi, þar er blettur með gildum yfir 5760 metrum. 

Mættishiti í 850 hPa fór upp í 35 stig yfir Englandi nú síðdegis - er það örugglega nærri meti. 

Eins og sjá má eru háloftavindar að bera þetta hlýja loft til sunnanverðrar Skandinavíu - en jafnframt veltur það til austurs og suðausturs þannig að 5700 metrarnir rétt ná til Danmerkur annað kvöld eða aðra nótt - og svo aftur á laugardag.

Skilin yfir Bretlandi eru mjög skörp og austan við þau eru slæm þrumuveður, í kvöld sýndu menn myndir af ótrúlega stóru íshagli sem féll í Englandi - 5 til 6 cm í þvermál. Vonandi hefur það ekki verið í miklu magni. 

Við fáum ekkert af þessu hlýja lofti hingað. Þykktin hér við land rétt hangir í meðallagi árstímans og varla það. Mættishiti í 850 hPa í dag og á morgun (fimmtudag) er ekki nema 15 til 18 stig - það er harla rýrt í júlí. En önnur bylgja að sunnan fer svipaða leið um Bretland aðfaranótt föstudags og berst hluti hennar til vesturs hátt yfir höfðum okkar um helgina - hugsanlega kemst hitinn þá yfir 20 stig um landið vestanvert - með smáheppni -. 


Bloggfærslur 2. júlí 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 404
  • Sl. sólarhring: 513
  • Sl. viku: 2113
  • Frá upphafi: 2484375

Annað

  • Innlit í dag: 379
  • Innlit sl. viku: 1904
  • Gestir í dag: 364
  • IP-tölur í dag: 356

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband