Enn í svalanum

Kalda loftið virðist ekkert ætla að yfirgefa okkur - í augnablikinu er þó skortið á aðfærslu meiri kulda úr norðri - en það er tímabundið ástand. Kortið sýnir 500 hPa hæðar- og þykktarspá evrópureiknimiðstöðvarinnar síðdegis á morgun, þriðjudag 14. júlí. 

w-blogg140715a

Jafnhæðarlínur eru heildregnar - af legu þeirra má lesa vindstefnu og styrk rétt eins og á hefðbundnum sjávarmálskortum. Lægð er skammt fyrir suðaustan land og hreyfist í hringi - hluti af henni á síðan að fara til austurs, en hinn hlutinn til suðurs. Þá verður áttin norðaustlægari, lægðarsveigjan minnkar á jafnhæðarlínunum - líklega styttir svo upp suðvestanlands. - En nyrðra heldur hafáttin áfram. 

Litirnir sýna þykktina - grænu litirnir eru svalir í júlímánuði og við viljum þá einfaldlega ekki. Sem stendur er veðrahvolfið kaldast fyrir suðaustan land - en sá litli guli litur sem er hér fyrir norðaustan land nýtur sín lítt því hlýja loftið liggur ofan á kaldara sjávarlofti - sem er það sem leggst að landinu. 

Lægðin yfir Labrador er að dæla hlýju lofti til norðurs í átt til Grænlands og styrkir þar með norðanáttina hér á landi - og yljar norðurgrænlendingum - og kannski þeim vestra líka. Það hlýja loft á aldrei að komast hingað heldur stuggar það aftur við enn kaldara lofti yfir Norðuríshafi - sparkar þar í lítinn, ljótan og snarpan kuldapoll sem hrekkur við og kemur inn á svæðið sem þetta kort sýnir á fimmtudag. Síðan vita reiknimiðstöðvar ekkert hvað hann gerir. Óskandi er að við sleppum - ef hann kemur hingað kostar það margra daga af enn meiri kuldaleiðindum. 

Stöku landshluti - sá sem nýtur vinda af landi hverju sinni fær að njóta einhverskonar sumars næstu daga - sé vindbelgingur ekki of mikil, sé lægðasveigja ekki of mikil, sé þetta og sé hitt ... þá kannski ... 


Bloggfærslur 14. júlí 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 392
  • Sl. sólarhring: 509
  • Sl. viku: 2101
  • Frá upphafi: 2484363

Annað

  • Innlit í dag: 367
  • Innlit sl. viku: 1892
  • Gestir í dag: 352
  • IP-tölur í dag: 345

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband