Hlýtt loft í einn dag?

Þó hiti í neðri hluta veðrahvolfs yfir landinu hafi hangið í meðallagi síðustu dagana hafa flestir landshlutar ekki notið hans. Undantekningar finnast þó - helst á Vesturlandi og uppi í sveitum sunnanlands. Næstu tvo daga hlýnar talsvert í háloftunum - en enn er óvissa með árangurinn niðri við jörð.

Við lítum fyrst á kort sem sýnir þykkt og hita í 850 hPa um hádegi í dag (greining evrópureiknimiðstöðvarinnar). 

w-blogg250615a

Heildregnu línurnar sýna þykktina - yfir landinu var hún á bilinu 5420 til 5480 metrar - lægst á Austfjörðum, en hæst á Vestfjörðum. Þetta er ekki langt frá meðallagi árstímans. Litirnir sýna hita í 850 hPa - mjög kalt er vestan við Færeyjar og teygir kuldinn sig til vesturs fyrir sunnan land. 

Til föstudags hlýnar talsvert - þótt litlar breytingar sé að sjá á veðurkerfum - lægðin fyrir sunnan land nálgast heldur. 

w-blogg250615b

Kortið gildir kl. 18 síðdegis á föstudag. Hér er þykktin við Norðurland komin upp í 5560 metra - hefur vaxið um 90 metra, meir en 4 stig á hitakvarðanum. - Sömuleiðis hefur hlýnað talavert í 850 hPa - á þeim stað sem örin bendir á hefur hiti hækkað úr 2 stigum upp í 8 - hlýnað hefur um 6 stig. 

En - það þarf að hreyfa vind - og sólin verður að skína til að þetta verði að hlýindum hér neðra. Síðan á að fara að kólna aftur - ekki snögglega þó og einhver von er um góða daga áfram einhvers staðar. En skyldi þetta verða mesta þykkt sumarsins? Vonandi ekki. 


Bloggfærslur 25. júní 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 16
  • Sl. sólarhring: 440
  • Sl. viku: 1942
  • Frá upphafi: 2484481

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1749
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband