22.6.2015 | 01:47
Baráttan við sjávarþokuna (og fleira)
Á hægum dögum að sumarlagi - þegar hlýtt loft situr yfir landinu er hita og veðri oft engu að síður mjög misskipt. Sums staðar skín sólin glatt - og hafgola lætur lítt á sér bera. Þar er þá gjarnan 17 til 20 stiga hiti eða meir og allir ánægðir (nema örfáir - ja, ekki meira um það). Annars staðar er hafgola - en sólskin og hiti á bilinu 9 til 15 stig, kannski ekki úrvalsgott - en hentar mjög til starfa utandyra og jafnvel hægt að sitja úti í skjólsælum görðum sér til ánægju - grillveður hið besta.
Svo eru þeir staðir þar sem sjávarþokan ræðst til atlögu við landið. Í henni er allt annað og síðra veður - hiti 3 til 8 stig - kalt og rakt og flestum til ama (örfáir að vísu sem, ja, ekki meira um það). Sjávarþokan nær þó sjaldnast langt inn í land - lyftir sé fyrst sem samfelld lágskýjahula - en trosnar svo upp inni í sveitum - nema að þrýstivindur fylgi henni eftir - en þá er komið annað veðurlag heldur en er hér til umfjöllunar.
Þannig var þetta í dag, sólstöðudaginn 2015, sunnudag 21. júní - og verður væntanlega á morgun líka (hitauppgjör dagsins má finna í fjasbókardeild hungurdiska).
Harmonie-líkan Veðurstofunnar reynir að taka á málinu. - Það er langt í frá auðvelt, þokan er mjög erfið viðfangs sem og skýjahula í hægviðri - en samt er reynt. Við lítum á nokkur kort.
Fyrst rakaspá sem gildir kl. 16 síðdegis á mánudag, 22. júní.
Litakvarðinn sýnir rakastig í prósentum. Á fjólubláu svæðunum er það 100 prósent - þar gæti verið þoka. Sjá má þoku úti fyrir Austurlandi (þó ekki inni á fjörðum) og einnig er þokubakki á Faxaflóa. Klukkustundirnar næstar á undan var sá að koma norður með Reykjanesi og breiddist síðan til norðurs og austurs á Flóanaum. - En leysist nokkuð upp yfir landi. Klukkan 16 er enn þurrt og bjart uppi í Borgarfirði og víðast hver í uppsveitum á Suðurlandi. Björtu er einnig spáð viða við Breiðafjörð, á Vestfjörðum og sums staðar inn til landsins fyrir norðan og austan.
Lítum þvínæst á hitaspá á sama tíma.
Kortið batnar sé það stækkað. Hér er hlýtt í uppsveitum á Suðurlandi og í Borgarfirði, rétt eins og í dag (sunnudag), 17 til 18 stiga hiti. En þokan á Faxaflóa er heldur kuldaleg - þar er innan við 6 stiga hiti ef trúa má líkaninu og innan við 5 stig á Húnaflóa og fyrir austan - hrollvekjandi.
Líkanið reynir einnig við vindinn - við skulum líta á vindaspá fyrir landið suðvestanvert á sama tíma, kl.16 (mánudag 22. júní).
Örvarnar sýna vindstefnu - en litir vindhraða. Athugið að tölur kvarðans hafa hliðrast um eitt bil til hægri. Hafgolan er á fullu á höfuðborgarsvæðinu - reyndar alveg frá því um kl.11 um morguninn og er að ganga upp Borgarfjörð og Suðurlandsundirlendið - hlýnar væntanlega á leið sinni til uppsveita.
Í Borgarfirði á hafgolan að mæta norðaustanáttinni rétt ofan við Stafholtsey kl.16 - en baráttan er nokkuð hörð. Hún á ekki að vera komin upp að Húsafelli fyrr en kl.20. Á Suðurlandi er hafgolan komin upp í Tungur kl.16. Þar ofan við og á hálendisbrún í Hreppunum vill líkanið að loftið fari að lyftast - nái því að brjótast upp úr hitahvörfum sem liggja lágt yfir landinu. Takist það myndast skúragarðar á þeim slóðum.
Líkanið reynir líka að segja til um skúrirnar. Eins og vill verða í stöðu sem þessari myndast annað hvort nær engin skúraský - eða þá háreist og öflug. Satt best að segja er líkanið nokkuð öfgafullt í skoðunum sínum í dag. Það má sjá á kortinu hér að neðan.
Kortið segir hversu mikil úrkoma hefur fallið í sýndarheimum milli kl.15 og 16. Við sjáum skúragarðinn nærri hálendisbrúninni - mjög snarpan - þarna er blettur með 13,9 mm á klukkustund - og á korti sem gildir kl.14 má sjá töluna 23,1 mm á svipuðum slóðum. Báðar þessar tölur gefa til kynna líkur á skýfalli.
Ritstjórinn hefur þó innbyggða tregðu til að trúa svona háum tölum - en skúramyndunin stendur svo glöggt að ekki er víst að einn einasti dropi falli - í ökkla eða eyra er sagt.
Þoka og dembur? Hiti eða kuldi? Kortin eru öll úr sýndarheimi - raunveruleikinn er oft með öðrum hætti.
Bloggfærslur 22. júní 2015
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 16
- Sl. sólarhring: 440
- Sl. viku: 1942
- Frá upphafi: 2484481
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 1749
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010