Það hlýjasta stendur stutt við - en samt

Nú hefur hlýnað á landinu, meðalhiti í dag (mánudaginn 15. júní) var ofan meðallags síðustu tíu ára í fyrsta skipti í mánuðinum. Morgundagurinn (þriðjudagur 16. júní) gæti gert betur, sérstaklega á Norður- og Austurlandi. Þetta er fyrsti dagurinn mjög lengi með raunhæfum möguleika á yfir 20 stiga hita einhvers staðar á landinu.

Kortin hér að neðan sýna það vel.

w-blogg160615a

Hér má sjá spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um þykkt (heildregnar línur) og hita í 850 hPa-fletinum kl. 18 síðdegis á þriðjudag. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs og gefur góðar vísbendingar um hita í mannheimum. Hámarkið er hér yfir Norðausturlandi, innsta jafnþykktarlínan er 5520 metrar - tölfræði segir okkur að hæsti hiti landsins sé þá gjarnan rétt rúm 20 stig. Enn lægri þykkt getur gefið svo háan hita - en yfirleitt er þá bæði þurrt og einhver vindur af fjöllum. 

Hin almenna hámarkshitavísbendingin sem við höfum er mættishitinn í 850 hPa-fletinum. Hann segir okkur beint hvað loft í þeim fleti (á morgun í um 1300 metra hæð) yrði hlýtt komið niður í 1000 hPa - (ekki fjarri sjávarmáli á morgun).

w-blogg160615b

Spáin gildir kl.15 á morgun (þriðjudag). Þeir sem stækka kortið sjá töluna 21,5 stig yfir Norðausturlandi. Líkur á að hiti niðri við sjávarmál sé jafn mættishitanum í 850 hPa eru oftast ekki sérstaklega miklar - það fer í þessu tilviki mest eftir því hvort sólin nær að skína - hún er hátt á lofti. Sæmilegir möguleikar - sæmilegir. 

Síðan kólnar aftur - þykktin á að falla um 40 til 100 metra næstu daga - og hitinn lækkar þá til samræmist við það - en verður samt vonandi ekki fjarri meðalhita síðustu tíu ára - þar til að nýr skammtur af hlýju lofti sækir að - við vitum enn ekki hvenær það verður. 


Bloggfærslur 16. júní 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 437
  • Sl. viku: 1939
  • Frá upphafi: 2484478

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1747
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband