Sólskinsmet í Reykjavík?

Í dag mældust 19,4 sólskinsstundir á sjálfvirku stöðinni í Reykjavík - þetta er jafnmikið og mældist 20. júní 2008 - meira en annars hefur mælst á reykvískri veðurstöð. 

Á gamla kúlumælinum urðu sólskinsstundirnar 18,0 í dag - meira en áður hefur mælst 13. júní og nokkurn veginn það mesta sem mælst getur á gamla mælinn á Veðurstofunni - hefur alloft mælst 18,0 - en aðeins einu sinni meira, 18,3 stundir. Það var 17. júní 2004. Sólskinsstundirnar mældust nokkrum sinnum fleiri á einum degi meðan mælt var við Skólavörðustíg (hvað sem veldur). Þar mældust mest 19,3 stundir, þann 18. júní 1924 - hefur sumum veðurnördum þótt sá dagur og nokkrir aðrir í maí og júní það ár grunsamlegir. 

Rétt er að fara yfir mælingar dagsins áður en við staðfestum metið. En kalt var í veðri, hitinn í Reykjavík um -1,4 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. 

w-modis-150613_1435

Sólríkur dagur á Vesturlandi (og víðar). Á myndinni má einnig sjá einkennilegt örþunnt (bláleitt) skýjaband sem liggur frá vestnorðvestri til austsuðausturs fyrir suðvestan land - það sást þó vel af jörðu niðri og má sjá fleiri myndir á fjasbókarútibúi hungurdiska. 


Bloggfærslur 14. júní 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 16
  • Sl. sólarhring: 427
  • Sl. viku: 1942
  • Frá upphafi: 2484481

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1749
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband