Litlar breytingar

Það tekur því varla að tala um veðurspár þessa dagana - útlitið breytist lítið. Kannski verður næðingurinn þó minni næstu daga (frá sunnudegi 3. maí) heldur en verið hefur að undanförnu. Eftir fréttum fjölmiðla að dæma og almennu umtali á netmiðlum virðist ánægja með stöðu mála vera gegnumgangandi - „blíðan heldur áfram um land allt“ er sagt. Svo virðist meira að segja að alvara sé að baki - en ekki háð. 

En hvað um það. Við lítum á spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir síðdegis á þriðjudag (5. maí).

w-blogg040515a

Kortið sýnir sjávarmálsþrýsting, úrkomu og hiti í 850 hPa-fletinum er tilgreindur með strikalínum. Það er -10 stiga jafnhitalínan sem liggur um landið þvert - og á að halda því áfram út vikuna. 

Þrýstibratti er lítill yfir landinu - en mun meiri skammt fyrir austan land - þar sem er norðaustanbelgingsvindur.  Þrýstimynd af þessu tagi segir okkur oftast að bjart veður sé á Suður- og Vesturlandi, en skýjað og einhver úrkoma norðaustanlands. 

Lægðin við Skotland er djúp miðað við árstíma, 977 hPa í miðju og veldur illviðri á stóru svæði. Hún að beina sérlega hlýju lofti til Ítalíu, þykktinni er spáð upp fyrir 5760 metra þar um slóðir um miðja viku.

Ítölsk fyrirsögn í dag (sunnudag 3.maí): „Previsioni Meteo, il super-caldo a un passo dall’Italia: al centro/sud 4 giorni di fuoco, attese temperature da record“. 

En - engin hitamet hérlendis í bili (nema slæðingur af dægurlágmarksmetum einstakra stöðva). 


Bloggfærslur 4. maí 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 101
  • Sl. sólarhring: 299
  • Sl. viku: 2027
  • Frá upphafi: 2484566

Annað

  • Innlit í dag: 79
  • Innlit sl. viku: 1816
  • Gestir í dag: 77
  • IP-tölur í dag: 77

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband