Vangaveltur um hćsta hámark maímánađar 2015

Oftast er fćrslum bloggs hungurdiska lekiđ yfir á fjasbókardeild ţeirra - en sjaldnar í hina áttina. En stundum liggur straumurinn í öfuga átt - og einmitt í dag.

Hćsti hiti sem mćlst hefur á landinu í maí til ţessa eru 15,7 stig - rétt hugsanlegt er ađ morgundagurinn (laugardagur 30.) hćkki ţessa tölu - en ef hún fćr ađ standa til mánađamóta. Viđ ţurfum ađ fara aftur til 1982 til ađ finna lćgra maílandshámark. Í langa hungurdiskalistanum sem nćr aftur til 1874 eru ađeins 16 maímánuđir međ lćgra landshámark en nú.- ţetta er reyndar ekki alveg sambćrilegt - núverandi stöđvakerfi hefđi örugglega hćkkađ hámörk ţeirra töluvert. Raunverulegur fjöldi „lćgri“ mánađa á ţessu tímabili er ţví örugglega minni.


Hámarkshiti mćldist 11,2 stig í Reykjavík í dag (29. maí) - ţađ er hćsti hiti sem enn hefur mćlst ţar á árinu. Möguleiki til ađ bćta um betur á morgun (laugardag 30.) er meiri í Reykjavík heldur en á landinu í heild - en EF mánuđinum lýkur međ 11,2 stigum sem hćsta hámarki í maí ţurfum viđ ađ fara aftur til 1989 til ađ finna lćgra maíhámark (10,5 stig).

Áreiđanlegar, samfelldar hámarksmćlingar í Reykjavík ná aftur til 1920 og hefur ţađ ađeins gerst í einu sinni, auk 1989 ađ maí lyki međ lćgri tölu en 11,2 stigum, ţađ var 1922 ţegar hámarkiđ var 10,8 stig - en 1973 var ţađ jafnlágt og nú. Ekki beinlínis algengt.

Fyrir 1920 eru hámarksmćlingar í Reykjavík nokkuđ stopular - viđ eigum ţó lista yfir hćsta hita hvers mánađar - ýmist lesnar af sírita (sćmilega góđ hámarksmćling) - eđa sem hiti kl. 14,15, eđa 16 (- ekki eins góđar hámarksmćlingar) - í einstökum mánuđum getur skeikađ miklu sé engar sírita eđa hámarksmćlaupplýsingar ađ hafa.

En viđ getum samt búiđ til maíhámarkalista fyrir árin frá 1871 - ţá kemur í ljós ađ hćsta tala hvers maímánađar áranna 1871 til 1919 er ađeins sex sinnum lćgri en 11,2 stig - allra lćgst í maí 1914, 9,7 stig. Ţađ er reyndar alrćmdur skítamánuđur - frćgastur fyrir vestankulda sína (ólíkt 1979 sem var norđankuldamánuđur) - en samt er líklegt ađ hefđu hámarksmćlingar ţá veriđ gerđar hefđi hćsta hámarkiđ orđiđ hćrra en ţetta. Hámarksmćlingar á Vífilsstöđum féllu niđur í ţessum mánuđi - ţví miđur.

Hámarks- og lágmarksmćlingar voru einnig gerđar í Reykjavík á árunum 1829 til 1851. Mćlum var reyndar ţannig komiđ fyrir ađ ţeir ýktu hámark í ţurru veđri og sólskini - en lćgsta hámark í maí á ţessum árum mćldist 1837, 10,0 stig.

En kannski ađ hámarkshiti laugardagsins 30. verđi hćrri í Reykjavík heldur en 11,2 stig - og ţá er allur metingur í textanum hér ađ ofan úreltur - lesiđ hann ţví hratt.

Og ennfremur:

Föstudagurinn (29. maí) var um 1,5 stigi hlýrri en fimmtudagurinn en samt kaldur, lhb reiknađist +5,37 stig og er ţađ -2,3 stigum neđan međallags síđustu tíu ára. Lágmarksdćgurmetin urđu 36 á sjálfvirku stöđvunum.

Frost mćldist á 11 stöđvum í byggđ en hámarkiđ náđi tíu stigum eđa meira á 39 stöđvum. Hámarkshitinn var sá hćsti á árinu á 19 stöđvum, ţar á međal öllum Reykjavíkurstöđvunum.

Reykjavíkurhitinn féll um sćti á 67 ára hitalistanum - og eru nú ađeins tveir kaldari maímánuđir á honum, 1949 og 1979. Stykkishólmsmaíhitinn er nú í 133. sćti af 170. Ef međalhiti mánađarins í Reykjavík endađi í ţví sem hann er í dag (4,31 stig) lendir hann 11. til 12. lćgsta sćti frá 1870, maí 1949 er í 5. neđsta sćti og 1979 í ţví lćgsta - síđustu tveir dagarnir núna munu trúlega hífa mánuđinn upp um 2 til 3 sćti á ţessum langa lista.

Međalvindhrađi í byggđ reiknađist 4,0 m/s - og dagurinn ţar međ í hópi ţeirra hćgustu í mánuđinum. Sólskinsstundirnar mćldust 14,2 í Reykjavík í dag og er maí ţar međ í 11. sćti á sólskinslistanum

 


Bloggfćrslur 30. maí 2015

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 84
  • Sl. sólarhring: 294
  • Sl. viku: 2010
  • Frá upphafi: 2484549

Annađ

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 1800
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband