Heldur hlýrra framundan?

Nú er helst útlit fyrir að hiti komist loks upp í meðallag maímánaðar (eða þar um bil). Hvort það verður samfellt - eða þá að hlýir og kaldir dagar skiptist á er varla útséð um. En spákortið hér að neðan gildir fyrir næstu tíu daga (að meðaltali).

w-blogg120515a

Heildregnu línurnar sýna hæð 500 hPa-flatarins, strikalínurnar þykktina og litir sýna þykktarvik - bláir þar sem þykktin (hiti í neðri hluta veðrahvolfs) er undir meðallagi en gulir og rauðir þar sem hún er yfir meðallagi maímánaðar 1981 til 2010. 

Svo virðist sem skrúfað hafi verið fyrir kuldann úr norðri - meðalvindstefna yfir landinu er komin í suðvestur. Kalt loft er farið að streyma úr norðvestri út yfir Atlantshaf - eins og lengst af í vetur. Skyldi nú skipta aftur yfir í svipaða umhleypinga - lægðagang og tilheyrandi skítkast? Það vitum við ekki - en þó bendir flest til þess að djúp lægð verði í námunda við landið um helgina. 

Evrópureiknimiðstöðin leggur hana að landinu á til þess að gera hagstæðan hátt - en kemur henni svo austur fyrir land með tilheyrandi norðanátt - en bandarísku reikningarnir búa fyrst til leiðindaútsynning sem við varla megum við að fá - nema úrkomuna, sem auðvitað hlýtur að teljast velkomin eftir allan þurrkinn síðustu vikurnar. 


Bloggfærslur 12. maí 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 62
  • Sl. sólarhring: 289
  • Sl. viku: 1988
  • Frá upphafi: 2484527

Annað

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 1794
  • Gestir í dag: 57
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband