Á norðurhveli nærri jafndægrum

Við jafndægur er greinilega farið að vora á norðurhveli. Mest áberandi er minnkandi afl stóru kuldapollanna. Þeir eru þó enn til alls líklegir og munu taka á spretti svo lengi sem vetur lifir (og lengur).

w-blogg200315a

Kortið hér að ofan sýnir hæð 500 hPa-flatarins og þykktina eins og evrópureiknimiðstöðin vill hafa laugardaginn 21. mars kl.18. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, því þéttari sem þær eru því meiri er vindur í fletinum en hann er í um 5 km hæð yfir sjávarmáli á norðurslóðum, en langleiðina í 6 km suður í hitabelti. Þykktin er sýnd með litum og mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. 

Þeir sem reglulega fylgjast með þessum kortum taka eftir því að nú sést ekki til fjólubláu litanna (kaldasta loftið) nema á litlum bletti við Hudsonflóa - Stóri-Boli ofsækir enn strandfylki Kanada og jafnvel norðausturhluta Bandaríkjanna líka. Fjarvera fjólubláa litarins er þó tilviljun þennan daginn - svo langt er vorið ekki komið að við séum laus við hann. 

Jafnhæðarlínur eru mjög þéttar yfir Íslandi enda enn eitt lægðakerfið að fara hjá á laugardag. Á undan því er mjög hlýtt í mjóum fleyg - guli liturinn (sem er sumarlitur okkar) er rétt búinn að sleikja landið á mikilli hraðferð til austurs. Kaldara loft sækir síðan að úr vestri - eins og verið hefur í vetur. 

En þessi kalda framrás laugardagsins er ekki almennilega tengd meginkuldanum vestra - en spár sem ná lengra fram í tímann gera ráð fyrir því að kalda loftið verði atgangsharðara við okkur þegar fram í sækir. Vestansnjórinn er því sennilega ekki búinn að yfirgefa okkur - við huggum okkur við það að sólarylurinn eflist dag frá degi og gengur betur og betur að bræða éljasnjóinn og hita yfirborð landsins.


Bloggfærslur 20. mars 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 204
  • Sl. viku: 1802
  • Frá upphafi: 2484682

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1619
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband