Skýjafar á sólmyrkvamorgni - að sögn reiknilíkans

Erfitt er að spá um skýjafar - það reyna þó reiknilíkön. Hér að neðan er nýjasta (frá því í kvöld, miðvikudaginn 18. mars) afurð harmonie-reiknilíkansins sem gildir föstudaginn 20. mars kl.10. 

w-blogg190315a

Efst til vinstri (grænt) er heildarskýjahulan - lágskýjahulan efst til hægri - mestu máli skiptir að hún sé sem minnst þegar fylgst er með myrkvanum. Allstór hluti landsins á að vera laus við lágský, miðský (neðst til vinstri) eiga að vera nær engin - en jaðar háskýjabreiðu næstu lægðar er að slá upp á suðvesturloftið. Fyrir hinn almenna áhorfanda geta háský verið til bóta - því varlega verður að fara þegar reynt er að horfa í sólina.

En - hún er reyndar svo sterk að það þarf mjög þétta grábliku til að hægt sé að horfa á myrkvann með venjulegum dökkum sólgleraugum - við sjáum sólina stöku sinnum þannig. Gráblikan lægðarinnar á hins vegar ekki að vera mætt á svæðið - nema að líkanið sé aðeins að plata - telji gráblikuna í þessu tilviki til háskýja. 

Spá hirlam-líkansins er í aðalatriðum sú sama - og evrópureiknimiðstöðin býður líka upp á svipað - en þó eru heldur meira af miðskýjum í þeirri spá. 

En skýjahuluspár eru ekki staðfastar - breytast frá einni spárunu til annarrar - en þetta er sum sé ekki alveg vonlaust. 


Bloggfærslur 19. mars 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 203
  • Sl. viku: 1804
  • Frá upphafi: 2484684

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 1621
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband