Fleiri lægðir

Veður dagsins (sunnudaginn 22. febrúar) er nú (um miðnæturbil) rétt farið að ganga niður um landið vestanvert - og vindur að hallast til norðausturs um land allt. 

w-blogg230215a

Síðdegis á þriðjudag er norðanáttin ekki alveg gengin niður austast á landinu og norðaustanátt verður enn á Vestfjörðum. Einhver lægðardrög og éljabakkar verða við landið vestanvert. 

En næsta lægð verður síðdegis á þriðjudag (kortið gildir kl. 18) við Nýfundnaland - og í foráttuvexti. Á þessu korti er hún um 984 hPa í miðju og á hraðri leið til norðausturs. Austan hennar streymir mjög hlýtt og rakt loft til norðausturs - en í kjölfarið kemur illkynjaður kuldi - sjá má tvö lymskuleg lægðardrög hans rétt vestan lægðarmiðjunnar. Reiknimiðstöðvar virðast sammála um það að þessi kuldi nái stefnumóti við hlýja loftið - svo vel heppnuðu að sólarhring síðar á lægðin að vera komin niður í 942 hPa - þá á sunnanverðu Grænlandshafi. 

Gangurinn í þessu verður svo hraður að fyrsti áfangi illviðris lægðarinnar (austan- og suðaustanáttin) verður væntanlega fljótur að komast yfir landið á miðvikudag. Evrópureiknimiðstöðin spáir lægðinni síðan til austurs og norðausturs skammt fyrir sunnan land - en bandaríska veðurstofan gerir lægðina nærgöngulli við landið - við trúum henni síður þar sem hún virðist ekki vera alveg búin að jafna sig á fataskiptunum um daginn (gefum henni samt auga). 

Nokkuð magn af köldu lofti liggur í leyni við Norðaustur-Grænland og gæti lent í átökum við lægðina - nú eða styrkt hana - en við látum vangaveltur um það bíða betri tíma. 

En illviðrum er ekki lokið. 


Bloggfærslur 23. febrúar 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 42
  • Sl. sólarhring: 208
  • Sl. viku: 1838
  • Frá upphafi: 2484718

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 1651
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband