Fara næstu lægðir fyrir sunnan land?

Sem stendur gera reiknimiðstöðvar ráð fyrir því að tvær næstu stóru lægðir fari til austurs fyrir sunnan land (á sunnudag og svo miðvikudag í næstu viku). Þetta er tilbreyting frá því sem verið hefur að undanförnu - ef rétt reynist. Það þýðir að norðlægar áttir með frosti gætu orðið ágengar. - En allt er þetta samt sýnd veiði en ekki gefin.

Morgundagurinn (fimmtudagur 19. febrúar) er líka merktur norðanátt - þegar lægðin sem olli hlýjunni í dag fer austur fyrir. 

Á föstudag er sagt að ástandið verði eins og kortið hér fyrir neðan sýnir.

w-blogg190215a

Norðanátt um land allt - e.t.v. strekkingur sums staðar með hefðbundnu veðri - éljum um landið norðanvert en bjartviðri syðra. Það er nokkuð kalt, það er -15 stiga jafnhitalína 850 hPa-flatarins sem liggur þvert um landið frá vestri til austurs - og ekki svo mjög langt í -20 stiga línuna. 

Smálægðin vestan til á Grænlandshafi sýnir ákveðinn veikleika í norðanáttarupplegginu. Lægðakerfið mikla við Nýfundnaland á svo að nálgast, dýpka töluvert og fara síðan til austurs fyrir sunnan land á sunnudag. Ætli við verðum ekki að trúa því. 

En þetta er ekki norðanátt sem grundvallast á fyrirstöðu í háloftunum - vestanáttin heldur sínu striki efst í veðrahvolfinu og bíður færis. Kuldinn við Norðaustur-Grænland er nú meiri en verið hefur um nokkurt skeið og hann bíður líka færis.

Tíu daga veðurspá evrópureiknimiðstöðvarinnar segir að hiti verði að meðaltali um -5 stigum undir meðallagi til mánaðamóta. En það er stöðugt verið að spá kuldum sem ekki skila sér þegar á hólminn er komið - ætli það gerist nú rétt einu sinni? 


Bloggfærslur 19. febrúar 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 51
  • Sl. sólarhring: 205
  • Sl. viku: 1847
  • Frá upphafi: 2484727

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1660
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband