Lægðagangurinn heldur áfram - en ...

Lægðagangurinn heldur áfram svo langt sem séð verður - en eitthvað er verið að tala um að næstu lægðir, frá og með þriðjudegi (17. febrúar), séu líklegri til að fara fyrir sunnan landið - að vísu eftir viðkomu vestan við það. Ekkert skal þó um það fullyrt hér. Þetta gæti þýtt að úrkomusamara verði norðaustanlands heldur en verið hefur að undanförnu. En, nei, það verður ekki úrkomulaust syðra þrátt fyrir það. 

Kortið að neðan sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar á hádegi á þriðjudag. Þá verður útsynningur mánudagsins alveg genginn niður. Bærilegt veður á landinu, en suðaustanhvassviðri skammt undan.

w-blogg150215a

Við sjáum að lægðasvæðið er gríðarstórt - lægðin sem er í fararbroddi hefur slitið sig frá afgangnum - sem dólar síðan á eftir. Það þýðir að erfitt er að búa til harða vestanátt fyrr en allt kerfið er komið norður fyrir - í sameiningu. Óvíst er að það takist - en miðvikudagur og fimmtudagur duga varla til að hreinsa þetta stóra kerfi alveg austur af - út af okkar borði. 

En nákvæmar spár lengra fram í tímann en tvo daga eru næsta tilgangslitlar í stöðu sem þessari. 


Bloggfærslur 16. febrúar 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 36
  • Sl. sólarhring: 212
  • Sl. viku: 1832
  • Frá upphafi: 2484712

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 1645
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband