Víðáttumikið lægðasvæði

Gríðarmikið lægðasvæði ræður nú ríkjum á öllu norðanverðu Atlantshafi (eða því svæði sem við venjulega köllum svo). 

w-blogg211215a

Hér má sjá spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um sjávarmálsþrýsting, úrkomu og hita í 850 hPa-fletinum um hádegi á þriðjudag (22. desember). Við megum taka eftir því að yfir Íslandi er varla ein þrýstilína (þær eru hér dregnar með 4 hPa bili, að fornum breskum hætti). 

Þrátt fyrir þrýstilínufátæktina hér um slóðir er ekki hægt að tala um gæðaveðurlag. Það er lítt á það að treysta til nokkurs hlutar. Inni í lægðarsvæðinu stóra eru margar smærri lægðir, sú við Færeyjar er nokkuð skæð - sömuleiðis er norðaustanáttin í Grænlandssundi skæð - en lægðarmiðjurnar tvær á Grænlandshafi halda henni mátulega í skefjum á þriðjudaginn. Svo leynast allskonar éljagarðar og leiðindi í smáatriðunum - fyrir utan möguleika á ísingu og hálku í blautu hægviðrinu.

En aðalillindin felast í lægðinni suður af Nýfundnalandi - hún er hér rétt að verða til. Reiknimiðstöðvar virðast sæmilega sammála um að hún fari til norðausturs skammt norður af Bretlandi á aðfangadag - með miklu illviðri þar um slóðir og í Noregi. Áhrifin hér á landi eru óbein - þegar lægðin er farin hjá gefst kalda norðanloftinu loks færi á að falla til suðurs um Ísland og jóladagurinn gæti því orðið býsna kaldur á landinu - og e.t.v. annar í jólum líka. 

Eftir það er spáð nokkrum furðum - gríðarlega hlýrri sunnanátt á austanverðu Atlantshafi - aðallega austan við okkur en e.t.v. hér líka. En það er hálfgerð fásinna að vera að velta sér upp úr því á þessu stigi - og ritstjórinn haldinn þrálátri ritstíflu - rétt getur kreist þessi orð fram úr fingrunum ... 


Bloggfærslur 21. desember 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg060725a
  • w-blogg040725a
  • w-blogg020725c
  • w-blogg020725b
  • w-blogg020725a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 102
  • Sl. sólarhring: 134
  • Sl. viku: 1759
  • Frá upphafi: 2482982

Annað

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 1582
  • Gestir í dag: 81
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband