Flókin staða (rétt einu sinni)

Myndin sýnir lægð í foráttuvexti nú í kvöld (30. nóvember) - skýjakerfi hennar er mjög flókið. Lægðarmiðjan hreyfist til norðvesturs - og fer því ekki hér yfir - en skýjaskaflinn sem hún ýfir upp austan við sig gerir það hins vegar. 

w-blogg011215a

Þetta er erfitt veður viðfangs - lausasnjór á jörðu skapar hættu á miklum skafrenningi þegar hvessir - spurning hvort nær að hlána og rigna um stund á láglendi - sums staðar? - en mjög mikil úrkoma fylgir kerfinu - sérstaklega í þann mund að lægir. Spár eru auðvitað ekki sammála um magnið - en það er þó nægilega mikið til þess að geta skapað umferðaröngþveiti - þótt ekki skafi. 

Ískalt loft úr vestri streymir út yfir Atlantshafið - ávísun á bæði efnismikla éljagarða - sem og öflugar lægðir á svæðinu næstu vikuna.

Við skulum bara halla okkur aftur í sófanum og láta Veðurstofuna um að sjá um sagnir. 


Bloggfærslur 1. desember 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg060725a
  • w-blogg040725a
  • w-blogg020725c
  • w-blogg020725b
  • w-blogg020725a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 109
  • Sl. sólarhring: 124
  • Sl. viku: 1766
  • Frá upphafi: 2482989

Annað

  • Innlit í dag: 94
  • Innlit sl. viku: 1589
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 84

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband