19.9.2014 | 01:52
Smávegis um hafísmál í norðurhöfum
Bráðnunarskeiði sumarsins er nú lokið í norðurhöfum og hafísþekja fer aftur að aukast. Þekjulágmarkið í ár var svipað og í fyrra en meira heldur en í sumarlok 2012. Svipað mun vera með heildarrúmmálið - það er öllu meira heldur en 2012.
Heimildir um heildarþekjuna þykja nokkuð áreiðanlegar aftur til upphafs samfelldra gervihnattamælinga 1979. Unnið er baki brotnu við að samræma eldri athuganir og mælingar. Menn hafa líka reynt að reikna rúmmál íssins aftur í tímann - og nota til þess mælingar og líkön. Telja verður að síðustu árin hafi tekist að mæla rúmmálið allvel, og bæta þær mælingar líka rúmmálsáætlanir aftur í tímann.
Áætla er að nú í ágústlok hafi heildarrúmmál íssins verið um 8150 rúmkílómetrar, 37% minna en meðallag í ágústlok á árunum 1981 til 2010. - Lítilsháttar bráðnaði eftir það - en varla teljandi. Meðalþykkt nú er talin vera um 30 cm meiri heldur en bæði í fyrra og 2012. Meðallágmarksrúmmál tímabilsins 1981 til 2010 er talið hafa verið 12.300 rúmkílómetrar.
Í gögnum sem taka til áranna fyrir 1980 [þegar ritstjórinn var nýkominn úr námi] var talað um að lágmarksrúmmálið í lok sumars sé um 21.000 rúmkílómetrar. Ekki ber þessu alveg saman við nýrri tölur um rúmmál 1979 - en látum það vera.
En mælingar benda þó til þess að ísmagnið hafi að jafnaði rýrnað um tæpa 300 rúmkílómetra á ári á þessu 35 ára tímabili. Sveiflur eru þó töluverðar - einkum áratugakvarða - sé gagnaröðum trúandi.
Á vetrum er heildarísþekja á Norðuríshafinu sjálfu og í Kanadíska norðurslóðaeyjaklasanum nánast alltaf hin sama - ís þekur þessi svæði alveg - nema örfáar vakir. Hins vegar er töluverður breytileiki frá ári til árs á jaðarslóðum íssins, t.d. við Austur-Grænland og enn meiri í Barentshafi, við Labrador og austur í Beringshafi.
Hafísinn er hluti af ferskvatnsbirgðum Norðuríshafsins. Yfirborðssjór er mun seltuminni í íshafinu heldur en suður í Atlantshafi - og reyndar er selturýri sjórinn ekki þykkur - undir er alls staðar saltari sjór.
Ferskvatnsbirgðirnar eru skilgreindar á nokkuð sérviskulegan hátt - það er það magn af ósöltu vatni sem þarf til þess að þynna seltu sjávar úr 34,8 seltueiningum niður í þann seltustyrk sem raunverulega er til staðar. Þessir reikningar hafa verið gerðir. Útkoman er sú að í íshafinu séu að jafnaði 84.000 rúmkílómetrar af ferskvatni - þar af eru 10.000 rúmkílómetrar bundnir í ís í lok sumars.
Þessum birgðum er viðhaldið af afrennsli af landi, innstreymi seltuminni sjávar (<34,8 einingar) í gegnum Beringssund og mismun á úrkomu og uppgufun.
Birgðirnar liggja ekki jafndreifðar - miklu meira af ferskvatni er Alaskamegin í Íshafinu. Myndin sýnir ágiskun sem birtist í grein 2006 [tilvitnun sést betur sé myndin stækkuð].
Hér er birgðadreifingin sýnd í metrum. Langmest af ferskvatni liggur í Beauforthafi þar sem hæðarhringrás ríkir að meðaltali í lofthjúpnum. Slík hringrás veldur samstreymi sjávar inni í hringnum. Við skulum til hægðarauka (en ekki eftirbreytni) tala um ferskvatnslinsuna í Beauforthafi.
Nú er þónokkur breytileiki í bókhaldsliðunum, mismikið af ís og ferskum sjó berst t.d. suður um Framsund milli Grænlands og Svalbarða frá ári til árs. Ekki er enn búið að ná alveg utan um alla liði ferskvatnsbókhaldsins. Ritstjórinn þekkir ekki nýjustu óvissutölur - en þegar þessi mynd var gerð var hún að minnsta kosti 500 rúmkílómetrar ferskvatns á ári.
Að auki er líklegt að einhverjar sveiflur séu í dreifingu ferskvatns Íshafinu. Það hefur verið nefnt (sjá sömu grein) að aðeins þurfi örfá prósent af ferskvatnslinsunni að leka út um Framsund til þess að búa til seltulágmark eins og það sem plagaði okkur, Grænland og Labrador á sjöunda og áttunda áratugnum. Það gæti ýtt undir tímabundna aukningu á hafís við Austur-Grænland og þar með hér við land - þrátt fyrir að heildarrúmmál íss haldi áfram að minnka í Norðuríshafi. Sveiflur í styrk og umfangi linsunnar skipta okkur furðumiklu máli.
Að lokum má rifja upp að það eru um 3000 rúmkílómetrar af ís sem venjulega koma út í gegnum Framsund á ári hverju (áraskipti þó mikil), heildarárstíðavelta Grænlandsjökuls er um 600 rúmkílómetrar. Síðustu árin hefur þar bráðnað um 200 rúmkílómetrum meira en ákoma hefur ráðið við.
Greinin [sjá texta á mynd] sem vitnað er til er aðgengileg á netinu - leitið. Ýmsar tölur eru fengnar af vefsíðunni:
http://psc.apl.washington.edu/wordpress/research/projects/arctic-sea-ice-volume-anomaly/
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 19. september 2014
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 78
- Sl. sólarhring: 230
- Sl. viku: 1988
- Frá upphafi: 2484987
Annað
- Innlit í dag: 70
- Innlit sl. viku: 1776
- Gestir í dag: 62
- IP-tölur í dag: 60
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010