Mistur

Í tilefni eldmistursins rifjum við upp:
 
Mistur hér á landi er af ýmsum toga. Stundum er það upprunnið á heimaslóð sem moldrok úr söndum landsins og er sandgult eða grábrúnleitt verði það mjög þétt. Hingað berst einnig mistur frá Evrópu, það er að jafnaði bláleitara en það innlenda. Er það ýmist iðnaðar- eða gróðureldamistur. Dæmi eru einnig hérlendis um skógareldamistur frá Ameríku. Saltmistur liggur oft yfir landinu í miklum og þurrum vestanstormum og jafnvel í nokkra daga eftir að þeim slotar. Það er hvítleitt. Mistur myndast einnig í eldgosum og var það sérstaklega útbreitt í Kröflueldum í júlí 1980 og náði þá um mestallt land því vindur var hægur. Erfitt er að greina eldmistur og erlent mengunarmistur að í sjón. [Úr óútgefinni veðurbók trj] 
 
Mistur myndast einnig í eldgosum og var það sérstaklega útbreitt í Kröflueldum í júlí 1980 og náði þá um mestallt land því vindur var hægur. Var ótrúlegt hversu mikið mistrið var frá þessu litla gosi. Ritstjórinn man óljóst eftir mistri samfara Öskjugosinu 1961 en ekki frá öðrum gosum. Misturshámark kom fram í veðurathugunum á landinu samtímis báðum gosunum. Engar mælingar voru gerðar á styrk brennisteinssambanda - og enginn hafði áhyggjur af því - svo vitað sé. 
  
Í ritinu „Vedrattu-toflur“ [Veðurstofan gaf þær loks út 2010 - og afhendir hverjum sem vill - gegn vægu gjaldi] lýsir Sveinn Pálsson náttúrufræðingur mistri sem hann fylgdist með úr Viðey í mars 1792:
 
„Þann 3ia og nockra daga á eptir var undarligt mistr nedst í loptinu; svo valla sáuz nærstu fiöll. Mistr er alkunnugt á Sudrlandi, og segia þeir félagar Eggert og Biarni í Ferdabók sinni s. 8: ad þad komi frá eydisöndum fyrir austan Þiórsá, en þetta kalla menn almennt mor og ryk. Adra art misturs kalla menn brimreyk og módu og siést hún opt sydra /:siá Maji mánud:/, en hverugt þessara var hid ádr umgetna, heldr veruligt eldmistr sem 1783, bláleitt á lit med brennisteins fýlu“. 
 
Hér kallar hann rykmistrið „mor og ryk“ og saltmistrið „brimreyk“ - (síðar brimmistur). Hvort einhvers staðar var eldur uppi 1792 veit ritstjórinn ekki.  
 
Maíkaflinn sem Sveinn vísar til er svona - eyjan sem vísað er til er Viðey:
 
„Þann 26ta var skrítid vedr: Fyrst var hæg austan kylia og nærþví heidríkt, sídan logn og þunnr blikubacki í sudri um hádegid, um nón var allr sudr partr lopts ordinn skýadr, og fylgdi þar med ærna brimmistr /:siá Martii mánud:/, vindr frá sudri fyri sunnan eyna, en á nordan fyri nordan hana og út til hafs, í meira lagi, þetta vindastríd varadi í nærri eikt, og feck sá fyrri um sídir yfir hönd og geck í vestr, eptir því óx mistrid. Heyrdi eg landfógeta Skúla opt tala um þetta mistr, ad þad mundi koma yfir haf frá Skotlandi edr ödrum ókunnari stödum, því á sióferdum sínum qvadst hann alltíd hafa adgiætt þad med landsynníngi, jafnvel diúpt í hafi úti, hérum verdr víst ekki sagt ad sinni, en víst er þad kémr ecki sydra nema med sudaustan – sunnan – og vestan – átt, og er alldeilis rakalaust ad finna“.
 
Frægasta mistur Íslandssögunnar er tvímælalaust móðan í „móðuharðindunum“. Hún kemur vel fram í veðurathugunum Rasmusar Lievog stjörnuathugunarmeistara í Lambhúsum við Bessastaði. Taflan sýnir fjölda athugana þar sem mistur er „aðalveður“ í athugunum hans og sést greinilega hversu mjög árið 1783 greinir sig frá öðrum árum á því tímabili athugana sem aðgengilegar eru. Á árunum 1779 til 1785 athugaði Lievog þrisvar á dag, en fjórum sinnum árið 1789. 
 

 

jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

des

1779

-

-

-

-

-

-

-

-

0

0

0

0

1780

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

1781

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

1782

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

1783

0

0

0

0

0

17

33

32

9

1

11

0

1784

0

0

0

0

0

0

2

2

1

0

0

0

1785

0

0

0

1

3

1

-

-

-

-

-

-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

1789

3

0

0

0

8

6

1

3

0

1

0

0

 
 

Bloggfærslur 18. september 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 86
  • Sl. sólarhring: 235
  • Sl. viku: 1996
  • Frá upphafi: 2484995

Annað

  • Innlit í dag: 75
  • Innlit sl. viku: 1781
  • Gestir í dag: 67
  • IP-tölur í dag: 64

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband