Hinn norræni svipur

Lægðin sem hungurdiskar hafa fjallað um undanfarna daga - sú sem tengdist fellibylnum Cristobel hefur nú fengið sinn norræna svip - og tekur þá við hefðbundin hrörnun - langt norðaustur í hafi.

Við skulum ekki sleppa því að líta á skýjakerfi lægðarinnar eins og það var á gervihnattarmynd kl. 21:03 í kvöld, sunnudaginn 31. ágúst.

w-blogg010914a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lægðarmiðjan er skammt fyrir suðvestan Vestmannaeyjar - um 965 hPa djúp. Hún hefur nú náð að hringa sjálfa sig í sveip og flýtur síðan átakalítið til norðausturs næstu daga. 

Fréttir hafa borist af foki húsbíla og húsvagna í veðrinu - sömuleiðis varð mikið vatnstjón í Reykjavík - enda var þar óvenjulegt úrfelli (úrhelli). Þess er getið á fjasbókarsíðu hungurdiska:

https://www.facebook.com/groups/hungurdiskar/

En betri grein verður gerð fyrir því líka hér bloggmegin eftir nokkra daga. 


Bloggfærslur 1. september 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 84
  • Sl. sólarhring: 235
  • Sl. viku: 1994
  • Frá upphafi: 2484993

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 1780
  • Gestir í dag: 66
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband