Vendipunkturinn - nú hallar til vetrar

Á morgun (föstudag) er 8. ágúst. Svo vill til að það er að meðaltali hlýjasti dagur ársins á landinu á árunum 1949 til 2013 (mannaðar stöðvar). Munur á hita einstakra daga er þó svo lítill að tilviljun ræður hvaða dagur það er á tímabilinu frá því um 20. júlí til 10. ágúst sem fær þennan heiðurssess. Einnig er það misjafnt eftir stöðvum og landsvæðum. 

En svo hittist nú sem sagt á að það er 8. ágúst sem blasir við okkur sem sá hlýjasti á myndinni hér að neðan (grár ferill).

w-blog070814c

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lóðrétti kvarðinn til vinstri sýnir landsmeðalhita, en lárétti kvarðinn mánuðina - mánaðamerkið er sett við 15. hvers mánaðar.

Nú hallar því til vetrar í hitanum. Rauði ferillinn sýnir þrýstióróa frá degi til dags. Hann er eins konar mælikvarði á lægðaganginn - eða umsvif heimskautarastarinnar. Þau eru einmitt í lágmarki líka fyrstu dagana í ágúst. Á tímabilinu 1949 til 2013 var lágmarkið þann 3. ágúst - það hefði alveg eins getað verið sá 8. En nú hallar hér einnig til vetrar.

Fyrr í sumar (á sólstöðum 21. júní) var hér fjallað um árstíðasveiflu vindhraðans. Þeir sem vilja geta rifjað það upp hér.

En þótt vendipunkti sé náð er langt í frá að sumarið teljist búið - veðurstofuháttur segir það endast út september - en það er í raun mjög misjafnt. 

Maður fyllist samt einhvers konar andakt við vendipunktinn - rétt eins og við sólstöðurnar.  


Bloggfærslur 7. ágúst 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 132
  • Sl. sólarhring: 165
  • Sl. viku: 2042
  • Frá upphafi: 2485041

Annað

  • Innlit í dag: 108
  • Innlit sl. viku: 1814
  • Gestir í dag: 90
  • IP-tölur í dag: 89

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband