Hámarkshiti ţađ sem af er sumars (heldur lélegur víđast hvar)

Ţađ má vekja athygli hversu lágur hćsti hiti ársins til ţessa er á landinu - sem og á mjög mörgum einstökum veđurstöđvum - miđađ viđ hversu hlýtt hefur annars veriđ í sumar. En ţađ hefur veriđ mjög skýjađ í sumar - líka fyrir norđan. 

Hćsti hiti á landinu til ţessa eru 23,3 stig sem mćldust á Húsavík 23. júlí. Hiti hefur ekki komist upp í 20 stig nema á rúmum ţriđjungi allra veđurstöđva (hálendi og útnes međtalin). 

Mjög lausleg (og eftir ţví ónákvćm) skyndikönnun gefur til kynna ađ almennar líkur á ađ hćsti hiti á árinu falli á ágúst (eđa síđar) séu ekki nema um 30% ađ međaltali á stöđvunum. 

Listi yfir hámarkshita ársins (ţađ sem af er) á öllum sjálfvirkum stöđvum er í viđhengi og geta nördin velt sér upp úr honum.

Ţar má m.a. sjá ađ lćgsta hćsta hita ársins, á stöđinni á Brúarjökli - ţar hefur hiti ekki komist ofar en í 11,1 stig. Ţađ var 7. maí (já). Ţverfjall er nćstlćgst međ 12,6 stig, reyndar bćđi í júní og júlí. Í ţriđja neđsta sćti er vegagerđarstöđin á Öxi međ 13,8 stig.

Á láglendi vekur hinn slaki árangur Reykjanesbrautar athygli, ţar er hćsti hiti ársins til ţessa ekki nema 15,3 stig - sem mćldust 8. og 12. júní - svipađur hiti og hćstur er á ýmsum fjallvegum. Í Seley hafa ekki mćlst nema 15,5 stig - en ţađ kemur ekki svo mjög á óvart.  Keflavíkurflugvöllur er í 16,9 stigum, sömu daga og „toppurinn“ hjá Reykjanesbrautinni. 

Sjálfvirka stöđin í búrinu á Veđurstofutúninu hefur hćst komist í 17,1 stig, en hin sjálfvirka stöđin á sama stađ í 19,2 stig - en Reykjavíkurflugvöllur í 18,1. 

Austanlands eru Hallormsstađur (23,0 stig) og Egilsstađaflugvöllur (22,9 stig) međ hćstu tölurnar, Sámsstađir hins vegar á Suđurlandi (22,6 stig) og Vatnsskarđshólar međ 22,5 stig - sem er óvenjugóđur árangur á ţeim stađ. 

Seljalandsdalur á hćsta hitann á Vestfjörđum, 20,0 stig, og Gjögurflugvöllur er litlu lćgri međ 19,9 - sem er óvenjugóđur árangur eins og á Vatnsskarđshólum - ekki eru allir bćldir.  

Ţótt austanáttin ţessa dagana sé ekki sérlega hlý - er hún samt ţannig ađ nái sól ađ skína gćti hćsti hiti ársins á einhverjum af stöđvunum birst fyrirvaralítiđ - sérstaklega á ţađ viđ um slöppustu stađina. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Bloggfćrslur 6. ágúst 2014

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 132
  • Sl. sólarhring: 164
  • Sl. viku: 2042
  • Frá upphafi: 2485041

Annađ

  • Innlit í dag: 108
  • Innlit sl. viku: 1814
  • Gestir í dag: 90
  • IP-tölur í dag: 89

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband