16.6.2014 | 17:21
Sýndarsnjór nú (maí 2014) og í fyrra (maí 2013)
Útbúið hefur verið kort sem sýnir mismun á sýndarsnjó í harmonie-líkaninu 19. maí í ár og 19. maí í fyrra. Litirnir eru dálítið órólegir en með góðum vilja ættum við að sjá vel það sem máli skiptir. Myndin batnar talsvert sé hún stækkuð.

Á bláu og fjólubláu svæðunum er meiri snjór nú heldur en í fyrra. Í líkaninu er mun meiri snjór á Vestfjarðafjöllum heldur en var í fyrra, sérstaklega á Drangajökli og Ófeigsfjarðarheiði. Meiri snjór er líka á hálendinu kringum Eyjafjörð - frá Svarfaðardal og inn úr. Einnig er meiri snjór á hálendi Austfjarða og upp af Fljótsdal heldur en í fyrra.
Mun minni snjór er á norðanverðum Langjökli heldur en í fyrra - en á Hofsjökli og Langjökli sunnanverðum er lítill munur. Í nágrenni höfuðborgarinnar virðist heldur minni snjór í fjöllum heldur en í fyrra.
Vísindi og fræði | Breytt 19.5.2014 kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2014 | 17:21
Tveir hringir
Í dag (fimmtudaginn 15. maí 2014) má sjá ágætt dæmi um vorhringrás á norðurhveli. Kortið sýnir hæð 500 hPa-flatarins með heildregnum línum. Því þéttari sem línurnar liggja því hvassari er vindurinn sem blæs samsíða þeim. Litafletir sýna þykktina, en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið.
Tveir hringir hafa verið settir á kortið - til áherslu. Sá minni og þrengri liggur í krappa í kringum norðurskautið. Í honum eru nokkrar stuttar bylgjur (lægðardrög) sem berast hratt til austurs eins og örin sýnir. Bylgjan við Tamirskaga í Síberíu er öflugust í dag. Mörkin á milli bláu og grænu litanna er við 5280 metra þykkt (kvarðinn batnar mjög sé myndin stækkuð). Næturfrost eru algeng inn til landsins hérlendis sé þykktin í bláa litnum - meira að segja í maí. Þegar vorið er svo langt komið viljum við sjá sem minnst af slíku - en það er samt algengt.
Bláu litirnir eru fjórir, sá dekksti sýnir hvar þykktin er minni en 5100 metrar. Þar ríkir enn vetur með snjókomu og hríðarbyljum. Lægsta þykkt sem við vitum um í háloftaathugun yfir Keflavíkurflugvelli í maí er 5040 metrar (1982). Veðurstöðvar muna kuldann þá vel - maíkuldamet þeirra eru mörg úr þessu kuldakasti.
Okkur fer að líða illa fari þykktin í síðari hluta maí niður undir eða niður fyrir 5200. Á því er þó nokkur hætta meðan ástandið er í þessum gír - eitthvað lægðardraganna norðlægu gæti teygt sig hingað.
Annar hringur er á kortinu - miklu sunnar. Þar má sjá margar lokaðar (afskornar lægðir) sem virðast ekki taka þátt í vestanáttinni og hryggir - ekki eins áberandi - á milli. Lægðirnar eru kaldar en hryggirnir hlýir. Hlýjasti hryggurinn er yfir Kasakstan og þar er þykktin yfir 5700 metrar - svo mikil þykkt hefur aldrei mælst hérlendis. Mjög kalt lægðardrag liggur suður um Bandaríkin - en þar um slóðir eru miklar hitasveiflur um þessar mundir.
Á vetrum er vestanröstin miklu öflugri heldur en í maí og nær oftast að hreinsa upp afskornu lægðirnar fljótlega eftir að þær myndast - en nú er það erfitt. Lægðirnar í suðurhringnum hreyfast samt flestar til austurs, tengjast nyrðri lægðardrögunum um síðir og geta þar með raskað háloftavindum á okkar slóðum.
Vísindi og fræði | Breytt 16.5.2014 kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2014 | 01:00
Tíu daga meðaltalskort
Athugið að færslan er skrifuð 14. maí - en birtist loksins nú.
Reiknimiðstöðvar gefa út spár langt fram í tímann. Evrópureiknimiðstöðin er ein þeirra - en er harla laumuleg og sýnir þær fáum. Enda er ekki létt að túlka véfréttina sem segir aðeins af vikum frá meðaltali - en fyrir nokkra veðurþætti og þá yfir heila viku. Ómögulegt er að segja hvernig veðri er í raun verið að spá einstaka daga - enda er það ekki hægt. En lítum á dæmi - reyndar nær spáin ekki nema tíu daga fram í tímann. Gögn eru frá evrópureiknimiðstöðinni, en kortin gerð á Veðurstofunni af Bolla kortagerðarmeistara sem hungurdiskar mega sífellt þakka.
Fyrst er kort sem sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins, meðalþykkt og vik þykktar frá meðallagi síðustu tíu daga. Við vitum allt um það góða veður.

Heildregnu línurnar sýna meðalhæð 500 hPa-flatarins, strikalínurnar sýna þykktina og litafletirnir þykktarvikin. Mikil lægð hefur verið viðloðandi fyrir sunnan Grænland. Hún hefur dælt köldu lofti frá Kanada út yfir Atlantshaf - mjög mikið neikvætt þykktarvik er við Nýfundnaland, talan í því miðju sýnir -111 metra. Það samsvarar nærri 5 stiga hitaviki í neðri hluta veðrahvolfs.
Við Ísland hefur suðlæg átt verið ríkjandi, hæðarhryggur skammt fyrir norðan land. Þykktin þessa síðustu 10 daga hefur verið í meðallagi. Mjög kalt hefur verið í norðanverðri Skandinavíu.
Síðara kort dagsins sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar næstu tíu daga.
Hér hefur orðið gríðarmikil breyting. Hlýir hryggir eiga að setjast að yfir Labrador og N-Evrópu en á milli þeirra er svalt lægðardrag. Hiti hér á landi því rétt undir meðallagi árstímans. Lægðabeygja er á jafnhæðarlínunum og eykur það líkur á að veðrið verði í raun og veru heldur kaldranalegt.
En - nú er þetta tíu daga meðaltalsspá og segir ekkert um veður einstaka daga. - Harla véfréttarlegt. Þetta er þó venjuleg framsetning spáa tvær til fjórar vikur fram í tímann og enn versnar í því þegar spáð er lengra fram á við. Þá megum við gera okkur að góðu meðaltöl sem ná til þriggja mánaða í senn - jafnvel enn óljósari heldur en þessar fallegu myndir.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2014 | 01:00
Vorið fer vel af stað (í Reykjavík)
Athugið að þessi færsla var skrifuð 13. maí 2014.
Á Veðurstofunni nær vorið yfir mánuðina apríl og maí. Það sem af er hefur verið mjög hlýtt á landinu. Í Reykjavík var apríl heilu stigi ofan meðallags síðustu tíu ára og var reyndar ofan þess meðallags á öllum sjálfvirkum stöðvum sem slíkt meðaltal eiga - nema einni. Það var á Hornbjargsvita. Þar var hitinn -0,1 stigi undir tíu ára meðaltalinu.
Í Reykjavík er tímabilið frá 1. apríl til 13. maí það þriðja hlýjasta á síðustu 66 árum. Nokkru hlýrra var 1974 og lítillega hlýrra 1960. Líklega hrapar núlíðandi vor eitthvað neðar á listanum næstu vikuna.
En það sem af er hefur maí verið hlýr um mestallt land. Meðaltal síðustu 10 ára hefur verið reiknað á 85 stöðvum. Af þeim er hiti nú ofan meðaltals á 65, en undir því á 20. Þetta eru stöðvar á Austurlandi sem eru undir meðaltalinu. Kaldast að tiltölu hefur verið á Upptyppingum, -1,2 stigum undir. Að tiltölu hefur verið hlýjast á Bjargtöngum, 2,8 stig yfir. Það er reyndar dálítið grunsamleg tala, því næst kemur Straumsvík með 2,1 stig yfir.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 16. júní 2014
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 81
- Sl. sólarhring: 153
- Sl. viku: 1863
- Frá upphafi: 2485149
Annað
- Innlit í dag: 72
- Innlit sl. viku: 1650
- Gestir í dag: 65
- IP-tölur í dag: 65
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010