Hlýindalegur hæðarhryggur

Nú (föstudaginn 28. mars) er hæðarhryggur að verða til austur af landinu. Hann mun næstu daga beina hlýju lofti (miðað við árstíma) til landsins úr suðaustri. Þrátt fyrir að lægðardrög muni sækja að honum hvert á fætur öðru gera spár ráð fyrir því að hann haldi velli allt fram á fimmtudag.

w-blogg290314a 

Kortið gildir á hádegi á sunnudag (30. mars). Spennandi verður að sjá hversu hlýtt verður þessa daga. Þar sem snjór liggur á jörð kælir hann nægilega mikið til þess að meta er vart að vænta. Annars staðar þar sem strekkingsvindur stendur af fjöllum gæti hitinn hins vegar farið í 12 til 14 stig (heldur er þetta þó í bjartsýnna lagi). En alla vega er mættishitanum í 850 hPa spáð upp í 15 til 18 stig þegar mest verður og þykktinni í 5440 metra þegar best lætur.


Umskipti í tíðarfari?

Í dag (fimmtudaginn 27. mars) virðist ætla að skipta um tíðarfar. Það gerist einmitt þegar heiðhvolfslægðin mikla skiptir sér loksins í tvennt eftir margar misheppnaðar tilraunir fyrr í vetur. Lítum á 30 hPa kort dagsins.

w-blogg270314a 

Það eru ekki bara tvær lægðir - heldur líka tvær hæðir. Jafnhæðarlínur eru heildregnar en hiti sýndur með litum. Kortið og kvarðinn batna við stækkun. Mikið ójafnvægi er á milli hæðar og hita. Hitinn ræðst mest af tvennu. Annars vegar upp- eða niðurstreymi þarna uppi - í 23 til 24 kílómetra hæð. Niðurstreymi er hlýtt en uppstreymi kalt.

Að auki ræðst hiti í heiðhvolfinu af geislunarjafnvægi - sem aftur ræðst af sólargangi og líka af ósonmagni. Í dag er mikið ósonhámark, 522 dobsoneiningar ekki þar fjarri sem hitinn er hæstur (-35 stig), en lágmarkið sé 296 einingar, við Norður-Noreg en þar er hitinn hvað lægstur. Ósonmagn er ekki fjarri árlegu hámarki á þessum tíma árs á norðurhveli.

Niðri í veðrahvolfinu leggjast vindar nú aftur til suðausturs og austurs - en í þetta sinn verður hæðarbeygja ráðandi við Ísland og 500 hPa-flöturinn stendur ofar en hann hefur gert í vetur. Þetta er því mun hagstæðari austanátt heldur en sú sem við höfum búið við. Þegar komið er fram á einmánuð verður þessi staða að teljast mikill vorboði - hversu lengi sem hann stendur við að þessu sinni.

En þökkum fyrir það svo lengi sem það endist. Kortið sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins samkvæmt spá evrópureiknimiðstöðvarinnar næstu 10-daga. Litir sýna vik frá meðallagi áranna 1981 til 2010.

w-blogg270314b 

 


Bloggfærslur 29. maí 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 20
  • Sl. sólarhring: 250
  • Sl. viku: 1668
  • Frá upphafi: 2485325

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1474
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband